Heilsuátak nr 503

Þá er ég byrjaður á heilsuátaki nr 503. Ég er sem sagt búinn með 502 heilsuátök sem hafa tekist misvel.

Átakið byrjaði á miðnætti 5.maí eftir að hafa gúffað í mig ís af verstu gerð. Fínt að fita sig aðeins áður en maður byrjar, svoleiðis byrjar maður yfirleitt heilsuátak. Maður ákveður að byrja eftir 1-7 daga og þangað til innbyrðir maður eins miklu að óhollustu og maður getur vegna þess að maður ætlar að vera svo duglegur í átakinu. Í gær eyddi ég 600kr til að þjónusta agaleysis- og sykurþörf minni sem varð þess valdandi að ég var í sælu í innan við 5 mínútur sat svo á klóstinu í hálftíma á og fitnaði svo af öllu saman. Skynsamleg fjárfesting það.

Átakið entist þó ekki lengi. Dagurinn byrjaði á venjulegan máta, ég gleymdi að kaupa mjólk og borðaði múslí-ið hálfþurrt. 2 flöskur kók zero fyrir hádegið til að svala gosþörfinni og kjúklingasalat á American Style í hádeginu. Eftir það fór að halla undan fæti. Salat er bara ekki nóg fyrir mig. Þegar ég kom í vinnuna laumaðist ég í varakexið mitt sem ég geymi til að viðhalda mér ef ég þarf að vinna frameftir. Svo átti Eddi vinnufélagi minn afmæli sem þýddi 2 diskar af dýrindis sælgætistertu. Vá hvað það var gott en hún átti eftir að koma meira við sögu í dag.

Ég fór svo í Bootcamp seinnipartinn og var látinn hlaupa 4,6 km eða 4.600metra sem gerir að lágmarki 4.600 skref. Nammitertan fór öll af stað í maganum mínum þegar ég fór að hlaupa og hló að mér í hverju einasta skrefi. Samtals hefur kakan því hlegið 4.600 sinnum að mér á meðan ég var að hlaupaSick en ég man ekki eftir að hafa orðið annað eins aðhlátursefni. Í kjölfarið tóku við pyntingaræfingar þjálfarans og var ég ekki fagur ásjónum eftir þessar raunir. Það tók kökuna hálftíma að ákveða hvort hún ætlaði að koma eða vera eftir æfinguna en á endanum ákvað hún að vera. Úff...þetta var eiginlega bara gott á mig en það er á hreinu að ég mun í mesta lagi borða eitt epli fyrir næstu æfingu.

Þrátt fyrir að hafa misstigið mig í mataræðinu í dag er ekkert annað en að halda áfram og enda daginn með trompi og halda þetta út næsta dag og svo einn dag í einu þangað til það er orðið að lífstíl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heilsuátak 503. er það ekki áfangi við fjölbrautarskóla?

Eiríkur Harðarson, 5.5.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Steinn Hafliðason, 5.5.2008 kl. 22:45

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Góður

Steinn Hafliðason, 5.5.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þú hlýtur að geta fengið eitthvað af þessum áföngum metnum...Þú átt kanski háskólagráðu að baki.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 6.5.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

He he,

ég er hræddur um að ég sé búinn að falla ansi oft í þessu fagi

Steinn Hafliðason, 6.5.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband