29.4.2008 | 00:16
Ég get haldið á húsi með einni hend
Sonur minn vakti mig í morgun. Hann kom með þrjá bíla, spiderman og leðurblökubíla og vildi endilega sýna mér hvað þeir væru flottir. Það var skemmtilegt spjall. Yfir morgunmatnum fékk ég svo yfirlýsingu frá honum að hann gæti brotið járn og haldið á húsi. Já og svo kom að hann gæti haldið á húsi með einni hend og staðið á einum fæti. Þar sem hann skynjaði einhverjar efasemdir í andlitinu á mér þá sýndi hann mér bara hvernig hann færi að því, stóð á einum fæti með aðra hendina upp í loft eins og hann héldi á húsi. Það skortir ekki sjálfstraustið á þeim bænum.
Síðar í dag fór hann í 5 ára skoðun. Honum hlakkaði bara til að fá hreystisprautu hjá lækninum og leyt á þetta sem eins konar viðurkenning á því að hann væri orðinn 5 ára. Hann hlakkaði bara til. Hann kveið sprautunni ekki neitt, ekki eina sekúndu en kipptist aðeins til þegar hann var stunginn en þrátt fyrir það hélt hann pókerandlitinu alveg kúl á því. Hann vildi nú ekki láta líta út fyrir að hann væri eitthvað annað en 5 ára stór strákur.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æj hann er flottastur þessi drengur
Tinnhildur, 29.4.2008 kl. 08:06
Æ þakka þér fyrir
Steinn Hafliðason, 29.4.2008 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.