Gróðurhúsaspámennska

Það er nú alveg bráðfyndið að rökstyðja að gróðurhúsaáhrifin séu hugarburður með að taka eitt ár út (og sumir jafnvel styttri tíma) og dæma gróðurhúsaáhrifin út frá því.  Af því að núverandi vetur er ekki eins hlýr og síðustu vetur þá eru gróðurhúsaáhrifin sjálfkrafa bull. Ég er nú ekki gamall, rétt skriðinn í 30 árin en ég man mjög vel eftir því harðari vetrum en voru núna og ég tala nú ekki um þá sem hafa verið síðustu 4-5 ár. En það er eins og fólk gleymi því að það ðbúi á Íslandi og a á Íslandi skuli snjóa á veturna og hitastigið fara undir frostmark.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú líka merkilegt að þeir sem rökstyðja gróðurhúsaáhrifin hafa einungis 100-150 ára sögu af áreiðanlegum mælingum til að styðja sig við, meðan aldur jarðarinnar, og iðnbyltingarinnar er töluvert meiri.

Ekki það að ég sé ekki sannfærður um að útblástur CO_2 út í andrúmsloftið sé tengt hlýnun jarðar, spurningin er bara hversu mikil áhrifin eru og hverju það breyti fyrir lífsskilyrði okkar. Líkönin eru nógu flókin til þess að ég er alveg viss um að þau eru ekki góð lýsing nema nokkur ár fram í tímann. Sagan hefur líka sýnt að ísaldir og hlýindaskeið skiptast á í jarðsögunni, kannski erum við bara svo heppin að vera á hlýindaskeiði núna. En þetta eru náttúrulega bara getgátur sem enginn ætti að taka trúanlegar, ekki frekar en að fólk ætti að kokgleypa allt sem kemur út úr líkönum vísindamanna. En trúið sérfræðingunum samt frekar en mér.

Gulli (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:12

2 identicon

Ef við skoðum þessa mynd þá sjáum við hitafar síðustu 12.000 ára:

  

Ef eitthvað er þá er óvenju kalt þess árhundruðin!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband