Hvers ábyrgð?

Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að annast hag bæði kaupenda og seljanda. Í því fellst að gera fólki grein fyrir því að það geta falist veruleg áhætta í því að kaupa nýja íbúð áður en þú selur þá gömlu.

En þetta er því miður staðreynd hjá mörgu fólki. Ég las í fréttum nýlega að það hefði skapast einhver hefð að vera ekkert að bíða eftir að gamla íbúðin seljist áður en ný er keypt. Það er auðvitað glæfraskapur á háu stigi. Fasteignasali sem gerir kaupanda ekki grein fyrir hættunni í slíkum viðskiptum er ekki að vinna vinnuna sína. En hver verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Ég vona að íslendingar nýti nú tækifærið og læri á því ástandi sem er í dag og taki tillit til þess að hlutirnir ganga ekki alltaf fyrir sig eins og best verður á kosið.

Mér finnst svona ástand hjá fólki mjög sorglegt og óska engum í þessar aðstæður því þær geta farið hrikalega illa með fólk og haft mikil og neikvæð áhrif á fjárhag þess í mörg ár.

Rafiðnaðarsambandið toppaði þó umræðuna þar sem þeir lýsa yfir að hafa tekið 100% lán á íbúð og þykjast nú vera í skuldafangelsi. Ég segi nú bara, ef þeir hafa ekki meira vit í kollinum en að koma peningum okkar launþega í skuldafangelsi ættu þeir einfaldlega ekki að vera að meðhöndla þá yfir höfuð. Þetta fólk er í vinnu við að lenda ekki í svona aðstæðum og eiga að hjálpa umbjóðendum sínum í sinni fjárhagslegri velferð í lífinu. Ég bið þessa blessuðu menn að skammast sín og finna sér nýja vinnu þar sem þeir geta sett sína eigin peninga í fangelsi.


mbl.is „Allir fóru í mínus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband