Bakarameistarinn

Konan mín er að heiman í nokkra daga og það var kökubasar í leikskólanum í dag. Minn maður ætlaði nú ekki að klikka á þessu enda búinn að fá góðlátleg skot frá betri helmingnum um að mér tækist ekki að baka sjálfur köku fyrir basarinn.

Eftir að hafa keypt inn og komið syninum í háttinn tók ég til við að baka. En það gekk ekki vel og ég þurfti að henda deginu. Urrr...tók til allt sem þurfti í aðra tilraun og ætlaði að snara upp köku fyrir leikskólann um morguninn og leyfa syninum að njóta þess með mér enda finnst honum fátt skemmtilegra en að baka með mömmu sinni.

En í annað sinn tókst mér að eyðileggja þessa uppskrift við mikil vonbrigði hjálparkokksins. Sennilega er uppskriftin bara eitthvað skrýtin. Ég held ég haldi mig bara við einhver önnur heimilisstörf sem ég er betri í s.s. að skipta um perur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hva ertu ekki bestur í að stjórnun sjónvarpsfjarstýringarinnar.

Eiríkur Harðarson, 8.3.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

ég er sérlega laginn á fjarstýringuna

Steinn Hafliðason, 8.3.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Aldrei hefur mér dottið í hug að bakstur gæti orðið vandamál

Auðvitað löndum við svona einföldum hlut fullkomnlega eins og öðru, það hefur einhver svikið þig með upskriftina og ég þarf að gera þetta einhvern tímann til að sýna ummheiminum fram á réttmæti kenningar minnar.+

Hva??? Getur ekki verið neitt mál,  fullt af allskonar fólki sem getur þetta. 

Guðjón Guðvarðarson, 8.3.2008 kl. 22:38

4 Smámynd: Anna Sigga

 Ég trúi þessu allavega ekki Steinn. Ef þú hefur fylgt uppskriftinni til hlítar og hún verið rétt, þá á allt að vera í lagi.

 Ég hef allavega trú á þér.

Fórstu þá bara til Vöku útí Bakarameistarann og keytpir köku fyrir basarinn!?!

Anna Sigga, 9.3.2008 kl. 10:34

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég bauð þeim brjóstsykur en það dugði víst ekki

Steinn Hafliðason, 9.3.2008 kl. 13:32

6 Smámynd: Brynja skordal

Hvernig kaka var þetta eiginlega sem þú ætlaðir að baka? en þú reyndir þitt besta ekki satt kannski ekki þín deild

Brynja skordal, 10.3.2008 kl. 01:08

7 identicon

Thad er gott ad vita ad madur er omissandi, hi hi

Briet i utlandinu.

Briet (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 03:48

8 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég lagði mikla vinnu í að velja eins einfalda uppskrift og hugsast gæti til að þetta myndi nú ekki klikka

Steinn Hafliðason, 10.3.2008 kl. 12:10

9 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Hún hefur verið of einföld,  prófaðu eitthvað í stíl við bækurnar sem þú ert að  lesa  ( og þína getu ) td.  fallega brúðkaupstertu.

Guðjón Guðvarðarson, 11.3.2008 kl. 17:04

10 Smámynd: Steinn Hafliðason

 ha ha, það væri nú líklegt til að snúast upp í andhverfu sína og verða skilnaðarkaka í staðinn fyrir brúðkaupstertu. En ég get útvegað pizzu með stuttum fyrirvara án vandræða

Steinn Hafliðason, 12.3.2008 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband