Hvað með hin 1.200 börnin sem eru á biðlista

Samkvæmt frétt á visir.is sem er hægt að nálgast hér eru um 1.200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi. Samkvæmt þessum tveimur fréttum ætlar núverandi meirihluti að fjölga leikskólaplássum um 50 umfram fjölgun barna á næstu þremur árum. Þerra geislabaugur byggist því á að fækka á biðlistanum úr 1.200 börnum í 1.150.

Reykvíkingar hljóta að vera hoppandi ánægðir með þessa stefnu. Skilaboðin eru einfaldlega þau að fólk eigi ekki að eignast fleiri börn nema það vilji sitja heima og fá 13þús krónur í bætur fyrir. Það barn sem kemur undir í dag kemst á leikskólaaldur á líftíma þessarar áætlunar. Reykvíkingar ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að hátta.

Af hverju gengur borgarmeirihlutinn ekki bara alla leið og dreifir smokkum og pillum til að fækka barneignum, það væri sennilega ódýrasta leiðin hjá þeim.


mbl.is Horfur á að færri börn verði í nýjum hverfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband