27.2.2008 | 13:03
Ekkert nema ótýndur glæpamaður
Það er ótrúlegt að sjá umræðuna um þetta mál, þetta hefur tíðkast í áraraðir án athugasemda. Konan sem ekkert annað en ótýndur glæpamaður hefði auðveldlega komist hjá þessu veseni með því að gefa þvagsýni.
Fyrir utan morðhótanir gegn lögvaldinu og börnum lögreglumanna sem er grafalvarlegur hlutur þá neitar hún fyrir dómi að hafa keyrt full. Það vita allir að það er auðvelt að komast undan dómi ef það er ekki tekið þvagsýni með því einu að segjast hafa drukkið eftir að hafa keyrt útaf eða þau slys sem þetta ógæfufólk veldur með drykkjuakstri sínum.
Hvernig hefðu viðbrögðin verið ef hún hefði endað ökuferðina með því að drepa fimm manna fjölskuyldu og síðan hefði verið tekið þvagsýni með valdi? Hefði ykku fundist réttlætanlegt að hún hefði komist undan réttvísinni með því að hafa sagst drukkið tvö rauðvínsglös og drukkið sig síðan fulla út í móa eftir slysið?
Við ættum kannski að fá viðtal við einhvern sem hefur drepið með ölvunarakstri og spurt viðkomandi hvort hann vildi frekar, þvaglegg eða slysið? Eða einhvern aðstandanda eða einhvern sem þarf að sitja í hjólastól restina af ævinni vegna svona fólks sem hefur ekki einu sinni meiri samvisku en það að reyna að ljúga sig frá réttvísinn eftir að hafa keyrt svo fullt að það heldur sig ekki á veginu.
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér
Kristberg Snjólfsson, 27.2.2008 kl. 13:10
Loksins einhver með viti hérna í þessari blessuðu umræðu.
Hin Hliðin, 27.2.2008 kl. 18:47
Þetta bara kemur málinu ekkert við.
Elías Halldór Ágústsson, 27.2.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.