Góð tilfinning

Það fylgir því alveg rosalega góð tilfinning þegar maður klárar eitthvað stórt og mikilvægt verkefni fyrir skólann. Ég var t.d. að klára erfið verkefnaskil núna rétt í þessu og þrátt fyrir að það sé vel liðið á nóttina og maður orðinn hárreittur og þreyttur þá er tilfinningin að vera búinn með verkefnið þannig að maður fer brosandi upp í rúmið. Það verður enn betri tilfinning að vakna á morgun og koma að hreinu borðiWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Til hamingju með þín verkefnalok, sammála þér að léttirinn er alveg gríðarlega mikill.

Eiríkur Harðarson, 26.2.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Anna Sigga

Athugasemd við færslu 25.02.2008 kl 2.23. Heiti: Klukkan 2.

 hehe djók!

hélt samt að til að halda í vinnur ætti maður að blogga á nóttinni. VINNA á daginn :)

Anna Sigga, 26.2.2008 kl. 14:55

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

 góð ahtugasemd hjá þér Anna Sigga og vantaði alveg í umræðuna hjá Össuri. Ættum að senda þetta á Geir Harða. Hann metur það kannski þannig að Össur geri minna af sér ef hann er bara í því að blogga á daginn og sofa á nóttunni.

Steinn Hafliðason, 26.2.2008 kl. 15:08

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þekki tilfinninguna, rosalega góð. Til hamningju með verkefnalokin! Varðandi sólarhringinn þá er ég ekkert viss um að Össur myndi blogga betur á daginn, hann bloggar bara minna þá.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.2.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband