Áhugalaus

Það er ekkert hægt að vera í stjórn HSÍ og þykjast svo vera óbreyttur ef þú gerir í buxurnar. Þú ert það sem þú ert daga og nætur.

Ég ætla ekkert að áfellast Þorberg fyrir ummælin sem hann viðhafði um handknattleiksþjálfarana en mér finnst lágt lagst þegar fólk þykist vera óbreytt ef eitthvað fer úrskeiðis ef það er ekki óbreytt. Í þessu tilfelli er Þorbergur í stjórn HSÍ og þegar hann tjáir sig um handbolta verður hann að taka mið af ábyrgðarstöðu sinni. Hann getur ekkert verið í stjórn eða utan stjórnar eftir því sem hentar honum. Sem stendur er hann í stjórn HSÍ og getur ekkert vikist undan því nema hann vilji segja af sér. Kannski er hann svo áhugalaus í stjórninni að það megi kalla að hann sé ekkert í henni. Ég veit ekki hvað hann átti við með því að vera utan stjórnar í sjónvarpinu.

Þegar fólk hættir að taka ábyrgð á gjörðum sínum með því að þykjast vera óbreyttur borgari tapar það algerlega virðingu sinni. Hvernig myndi fólk líta á Össur Skarphéðinsson ef hann segðist vera óbreyttur borgari þegar hann bloggar á nóttinni?


mbl.is Þorbergur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband