Sveitin

Stundum finn ég fyrir leiða eftir að hafa átt samskipti við vini mína sem eru bændur. Leiða vegna þess að ég er alinn upp á bóndabæ og hafði mjög gaman af búskapnum. Það fór þó ekki þannig að ég gerðist bóndi, ég tók meðvitaða ákvörðun um það sjálfur á sínum tíma. En engu að síður þá hugsa ég oft um það núna hvernig lífið væri ef ég hefði látið slag standa. Ég hugsa oft um föður minn sem unni búskapnum svo mikið. Þar sem það var enginn til að taka við er núna búið að selja kvótann og skepnurnar.

kyrÞað verður aldrei eins því dýrin og náttúran er órjúfanlegur hluti æsku minnar. Núna horfi ég á vini mína taka við búum foreldra sinna og ég öfunda þau öll í hvert skipti sem ég hugsa til þess. Ég sakna þess að bóndast í sveitinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

ææ Steinn minn.... ég ætlaði ekki að kalla fram hjá þér leiða  

en jú það gott að búa í sveit, hefur sína galla en það hefur fleirri og betri kosti.

 Mér þykir líka afar leitt að búskapi hafi verið hætt í sveitinni þinni... eiginlega alveg ómögulegt en eins og þú sagðir í gær/nótt á msn, þá gerurðu þetta bara þegar þú verður ríkur og ég er ekki í neinum vafa um það að þú verður góður bóndi.

Hlakka svo að sjá ykkur í sumar á Vestfjörðunum 

Anna Sigga, 15.2.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þú þarft ekki að taka þetta til þín, þetta er bara eitt "ef ég hefði..." pælingum. Sem betur fer á ég vini sem hafa þetta að atvinnu þannig að ég fæ tengingu í sveitina.

Steinn Hafliðason, 15.2.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband