4.2.2008 | 15:31
Bolludagurinn...
...er einn af fáránlegustu dögum ársins. Þá hamast fólk við að setja ofaní sig ógeðslega óhollan mat sem er gerður úr smjörlíki, eggjum og rjóma. Síðan smjattar fólk á þessum viðbjóði með rjóma og glassúr út um allt andlit.
Ég hef óbeit á svona átdögum. Ég er hvorki með lystarstol né heldur þjáist ég af offitu og hef aldrei gert. Hins vegar vekur þetta upp í mér hroll yfir þeirri ofboðslegu ofneyslu sem hinn vestræni heimur þjáist af
P.s. Sorry ef ég hef eyðilagt daginn fyrir einhverjum, ég vil alveg leyfa þeim að njóta sem vilja.
Athugasemdir
Ertu ekki bara abbó?.... bollur eru bestar í geymi
Signý, 4.2.2008 kl. 16:48
Ég er bara alls ekki sammála þér. Þetta er hefð sem krakkar elska, einn skemmtilegasti dagur á árinu. Fyrst föndrar maður vönd og þrátt fyrir misjafna útkomu finnst þeim sinn alltaf jafn flottir og bíða í óvæni eftir að fá að nota hann, svo er að baka, stund þar sem börn og foreldrar eyða saman, svo kemur dagurinn sjálfur og allir keppast við að bolla hina, til að eignast bollur. Svo er nátturulega að borða og það er bara gott:). Þetta snýst ekki um ofneyslu eða át(þó kannski dagurinn hafi misst mark hjá sumum), þetta snýst um að gera eitthvað skemmtilegt saman, gera daga mun og búa til eftirminnilega stund með þeim sem manni þykir vænt um.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.2.2008 kl. 16:58
Ps. leiðinlegt að þú horfir bara í átið, þá ertu að missa af miklu.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.2.2008 kl. 16:59
Takk Nanna. Bjargaðir samviskunni fyrir næstu vikur, mér finnst allt skemmtilegt við svona daga, undirbúningurinn, baksturinn, samveran, átið og bara allt saman.
Aftur takk fyrir björgunina
Guðjón Guðvarðarson, 4.2.2008 kl. 23:19
Kannski er ég bara súr yfir því að hafa borðað of mikið í gær...af bollum
Steinn Hafliðason, 5.2.2008 kl. 10:04
Vó Steinn... þarna varstu aldeilis tekinn í bakaríið... fattaru?? -Bakaríið vs Bollur?
Djók ég er með ógillegan aulahúmor í deg og bara deg.
Anna Sigga, 5.2.2008 kl. 14:43
Steinn Hafliðason, 5.2.2008 kl. 14:52
Mér finnst nú ágætt að sjá þig rassskelltan hér, Steinn. Bolludagurinn, og dagurinn fyrir og eftir hann.., var sérstaklega ánægjulegur og hátíðlegur hjá mér. Bollurnar mínar voru ótrúlega gómsætar og við Hinrik Dagur átum eins og við gátum í okkur látið.
Bríet (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:38
Skammastu þín Steinn. Sendu mér bara bollurnar þínar. Það finnst ekkert betra en ekta íslenskar bollur!
Gisli (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:31
Jæja kallinn minn, orðinn frægur fyrir þetta blogg.
Þetta kom í Sunnlenska núna, nú er bara að setjast niður og skrifa bók.
Guðjón Guðvarðarson, 9.2.2008 kl. 16:55
Spurning um að gera gamansama háðbók um siði íslendinga he he
Steinn Hafliðason, 9.2.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.