Bretarnir skemmtilegir

Þá er ég kominn heim. Fór á tvo leiki, Arsenal - Newcastle og West Ham - Liverpool. Báðir leikirnir voru einstök skemmtun. Stemningin á vellinum var engu lík, að vera meðal 60þús manns að hvetja liðin áfram var meiriháttar upplifun. Það sem kom mér þó mest á óvart var hvað allt fór vel fram. Þrátt fyrir að fólkið væru heitir áhangendur var fullkomlegur kærleiki á milli fólksins og ég fann hvergi fyrir óöryggi vegna skrílsláta eða útúrdrukkina vitleysinga eins og maður finnur fyrir niður í miðbæ Reykjavíkur.

Fórum auðvitað á pöbbana eftir leikina, bæði hjá Arsenal og West Ham og þar voru allir að skemmta sér. Bretarnir voru mjög skemmtilegir og sérstaklega kurteisir. Ef maður rakst óvart í næsta mann eða einhver rakst utan í þig var umsvifalaust beðist afsökunar. Alls staðar var leyst úr vandamálum með stakri prýði og raðir á Bretlandi voru virtar...ég var farinn að halda að ég væri kominn í eitthvert undraland.

Var þó næstum búinn að láta keyra yfir mig. Var að ganga yfir götu en leit í vitlausa átt þar sem það er vinstri umferð. Ætti að fá kennslu frá fjöggura ára syni mínum til að læra reglurnar betur. En til allrar hamingju kippti bróðir minn í mig áður en ég gekk í veg fyrir urrandi svartan leigubíl.

Knattspyrnan var aukaatriði í ferðinni, stemningin var aðalupplifunin og ég held að íslendingar gætu lært margt af bretum um það hvernig á að haga sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Þannig að það er þér að kenna að liverpool tapaði á móti west ham?...

Signý, 2.2.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég heyrði þá sögu að það hefðu tveir íslendingar sest í liverpool treyju meðal West Ham aðdáandanna. Þeim var fljótlega vísað út af vellinum.

En ég man ekki eftir að hafa sé Liverpool spila svona illa áður...en það er ekki mér að kenna

Steinn Hafliðason, 3.2.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband