Ætli ég geti lagst í híði yfir veturinn?

Það kæmi sér vel. Minni snjór, minni kuldi og svo vakir maður bara yfir sumarið þegar það er gott veður og bjart allan sólahringinn. Sennilega gott fyrir sjómenn og bændur að geta vakað á vertíð og sofið á rólegri tímum ársinsWhistling


mbl.is „Líkamsklukkurofinn“ fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Aha, ætli gamli brandarinn minn sem ég notaði á Englendingana standist þá eftir allt. Þegar ég bjó í Englandi, 18 ára gömul, varð ég oft þreytt á fáfræði Bretanna á því hvað og var Ísland væri, og tók upp á því að segja furðusögur af Íslandi, 8 hæða snjóhús með rennibrautum til að komast niður, og stóra trompið var reyndar að segja að á Íslandi væri sá háttur hafður á að vera með lágmarksstarfsemi á veturna til að spara orku (maður var orðinn meðvitaður strax þá) og flestir lægju í híði sínu og svæfu, en nokkrir sæu um að halda samfélaginu í gangi. Eftir að hafa átt skjaldbökur sem maður setti upp á háaloft á haustin og hirti niður á vorin, þá var þessi hugsun nærtæk. Bretarnir voru svo auðtrúa að maður þurfti oft að leiðrétta málið í lokin ;-) en þetta er skemmtileg umræða.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.12.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband