12.12.2007 | 22:55
Óréttlæti er þetta...
...hjá henni Jóhönnu. Ekki kemur það nú vel út hjá henni að borga konum lægri laun en körlum. Jóhanna sem er þó góður þingmaður að öllu jöfnu vill öllum jafnt og myndi aldrei mismuna fólki og þetta hljóta að vera klaufaleg mistök hjá henni
Það hefur reyndar alltaf farið ofsalega illa í mig að jafnréttisráð er skipað að miklum meirihluta konum. Það er mjög slæmt fyrir jafnréttisbaráttuna því það er ekki hægt að taka jafnréttisráðherra alvarlega meðan svo er um hlutina bundið því að er ákveðið ósamræmi í orðum og gjörðum ráðherra með slíkum aðferðum
Ég rakst á mynd af Becham í dag á visir.is þar sem hann var að auglýsa armani. Ég velti því fyrir mér hvort feministar sjái eitthvað varhugavert við hana. Allavega, ég rakst á þessa fínu hjúkkumynd sem ærði óstöðugan nýlega á sama fréttavef og var búið að taka upp á síðu feminista. Á hvora myndina ætli þeim lýtist betur á
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Athugasemdir
Flott hjúkka (Hjúkrunarfræðingur) og skemmtilega klædd, hins vegar er myndin af kallinum "photo-shoppuð" þeir hafa skeytt neðan á hann fílsrana.
Guðjón Guðvarðarson, 13.12.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.