10.12.2007 | 14:12
Þetta gerist ekki í Danmörku
Vegna þess að danir hugsa vandlega áður en þeir kaupa. Íslendingarnir virðast ekki hugsa mikið út í verðið þegar öllu er á botnin hvolft eins og þessi rannsókn sýnir fram á.
Það er því miklu fremur íslenskir neytendur sem eiga sök á háu verðlagi en fyrirtækin sem selja vöruna. Til hvers að hafa lægra verð ef þú selur jafn mikið með hærra verðinu? Af hverju eru jafn mikið um fasteignaviðskipti og raun ber vitni í dag þrátt fyrir að vextir og verðbólga er gríðarlega há? Eru það bankarnir sem eru að kaupa eða eru það neytendurnir?
Ef við viljum sjá verðlag á Íslandi verða svipað og erlendis þarf næmnin fyrir verði á vörum, húsnæði, vöxtum og fleiru að aukast.
Ég velti því oft fyrir mér hvernig rándýrar búðir geti þrifist á hverju götuhorni hér í Reykjavík og í hverju þorpi. Ég var nýlega út í Danmörku og það var ekki einu sinni búð í þorpinu sem ég gisti í. Við þurftum að fara í annað sveitarfélag til að kaupa okkur lyf og mat en þar voru vörurnar líka miklu ódýrari. Óþægilegt að geta ekki skroppið út í búð? Búðarferðirnar voru einfaldlega skipulagðar fyrirfram þannig að enginn þurfti að líða skort.
Ég hvet þig til að gerast verðnæmari lesandi góður því það er það sem lækkar verðlag í okkar ástkæra landi.
Bestu kveðjur
Eykur verðlækkun ekki sölu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.