Skattprósentan er ekki það sem skiptir máli...

...heldur hvað situr eftir í vasa einstaklingsins og hvað getur hann keypt sér fyrir þá upphæð. Ef við tökum dæmi um tvo einstaklinga.

Annar er með 60þúsund í laun og þarf ekki að greiða neinn skatt. Hann fær 60þúsund í vasann. Hinn einstaklingurinn er að fá 100þúsund í laun og borgar 14% skatt. Hann er að fá 86þúsund í vasann.

Sá sem er að borga skattinn er þar af leiðandi að fá 24þúsundum meira en hinn einstaklingurinn en borgar engan skatt. Þetta er að sjálfsögðu uppsett dæmi en ég veit ekki hver launin eða verðbólgan er búin að vera á þessu 12 ára tímabili.

Þær upplýsingar sem koma fram í þessari frétt segja okkur því nákvæmlega ekki neitt. Hvort það er knappri umfjöllun MBL.is að kenna eða hvort rannsóknin nær ekki lengra get ég ekki sagt til um.

Allavega, hér er upphrópunarfrétt en út frá uppgefnum upplýsingum er ekki hægt að álykta nokkurn skapaðan hlut.


mbl.is Skattbyrði þeirra tekjulægstu meiri en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband