30.11.2007 | 16:57
Bið feminista landsins afsökunar á tilfinningalegu upphlaupi mínu
Eftir umræðu gærdagsins, blog frá mér og nokkur comment ákvað ég að kynna mér málið nánar til að fá staðreyndir málsins á hreint.
Stormaði í Hagkaup, kíkti á nýju verslunina sem er mjög flott og eftir að hafa keypt mér tvo potta af mjólk settist ég uppgefinn í hvíldarherbergið fræga. Þar sá ég fræðsluþátt um einhvern ættbálk út í heimi.
Eftirfarandi staðreyndum komst ég að:
í Hagkaupsbæklingnum stóð orðrétt: "Í herradeildinni er afþreyingarsvæði sérhannað til þess að slaka á. Láttu aðra um að versla meðan þú horfir á sjónvarpið."
Svæðið er staðsett í jaðri herradeildarinnar. Á hægri hönd, þegar þú horfir eru leikföng, tæki á vinstri hönd og matvaran ekki langt frá. Herradeildin fyrir aftan, ef ég man þetta allt rétt.
Ég sé nú ekkert karlalegt við þetta. Hins vegar er kjörið fyrir konuna að setjast niður meðan karlinn velur sér föt og mátar. Varla ætlar konan að máta fyrir karlinn sinn. Það er tilvalið að láta hann nú um að versla eigin föt og máta meða látið er fara vel um sig og horft á "American next top model."
Ég biðst afsökunar vegna þess að í gær hélt ég að um einhvern misskilning væri að ræða í fréttinni en sé núna að hugmyndin er komin frá konu og gert fyrir konur meðan karlarnir versla.
Bestu kveðjur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.