Þú kaupir þér afborgun en ekki húsnæði

þegar fólk er að kaupa sér húsnæði miðar það allt við hvað það getur borgað á mánuði. Afleiðingin verður því sú að í flestum tilvikum fer megnið af útgjöldum fólks í húsnæðisliðinn en ekki í sparnað. Það hefur líka sýnt sig að með auknum kaupmætti fer hærra hlutfall útgjalda í húsnæði.

Þar sem húsnæðismarkaður er stór þ.e. margir kaupendur og hver einstaklingur hefur engin áhrif á verðmyndun markaðarins gildir sú hagfræðiregla að ef kaupmáttur fólks hækkar þá hækkar húsnæðisverð til samræmis.

Þegar fólk fær aukið aðgengi að lánsfjármagni eða vextir lækka þá hækkar húsnæði á markaðnum í öllum tilvikum nema aðrir þætti hafi hamlandi áhrif á móti. Þannig myndi aukin aðstoð til að kaupa húnsæði einungis hækka verðið og bæturnar færu í vasa seljenda. Það sem gæti dregið úr þessu væri að bætur t.d. vaxtabætur séu eingöngu til lítils hóps kaupenda s.s. þeirra sem eru að kaupa sér í fyrsta sinn.


mbl.is Forsætisráðherra: Skynsamlegt að halda að sér höndum og fresta fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Vertu ekki svona rauður Steinn... hárið þitt fer ekki vel við skoðanir þínar...

Sigurjón, 16.11.2007 kl. 05:19

2 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Þetta er vel mælt hjá þér Steinn, hef alltaf vitað að þú ert skarpur maður.  Hluti vandans í fasteignaverði í dag eru kaupendurnir.  Þetta byrjaði allt þegar lánamöguleikar fólks fóru að verða miklir og vextir á lánum litlir.  Fólk fór að bjóða stjarnfræðilega háar upphæðir í íbúðir, vegna þess að það gat fengið svo hagstæð lán, og oft á tíðum var um yfirboð á verði að ræða.  Fasteignasalar, sem að mínum dómi eru ekki heimskt fólk, sáu sér leik á borði og hækkuðu þá bara verð á fasteignum upp úr öllu valdi, fóru að láta þetta heita " einstakt útsýni", sem svo var eyðilagt með háhýsi tveimur árim seinna, og "frábær staðsetning".  Þetta er fólk látið borga dýru verði í dag en gæði húseignar eru ekkert skoðuð af sumum fasteignasölum. 

Það næst ekki að laga þetta ástand sem núna er nema með því að ná fasteignaverði niður, það mun gerast að sjálfu sér því að það er orðið offramboð á húsnæði, sérstaklega nýju, á markaðinum í dag.  Það kemst aftur jafnvægi á þetta þegar þarf að fara að selja íbúðir á kostanaðrverði, bara rétt til að hafa fyrir skuld við lánadrottnanna, hérna á ég við verktakanna sem eru að byggja nýtt.  Íslendingar eru ekki nema rétt um 300.000, því held ég að margir hafi ekki gert sér grein fyrir í þessu gullgrafaraæði sem hefur ríkt á þessum markaði.  Lækkun húsnæðisverðs er óhjákvæmileg, að mínum dómi allavega, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

kveðja góð!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 16.11.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband