Hvernig væri að fá smá hagstjórn í ríkisstjórnina?

Hvernig væri að ríkisstjórnin færi að haga sér með ábyrgum hætti og draga úr útgjöldum til að draga úr þenslunni. Það er deginum ljósara að það er bullandi þensla og verðbólgan étur upp kauptmátt landsmanna. Hvort sem vaxtahækkunin er raunhæf eða ekki þá er ekki hægt að kenna seðlabankanum einum um vaxtastigið í landinu.

Ríkisstjórnin getur ekki ausið peningum út um víðan völl og sagt svo að seðlabankinn sé orðinn galinn.


mbl.is Stýrivextir Seðlabankans væntanlega komir niður undir 4% 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Satt hjá þér frændi.

Hins vegar má ekki fara of geist í að draga úr.  Það gæti valdið of miklum skelli.  Það þarf vissulega að draga verulega úr framkvæmdum og umsvifum, sérstaklega hjá hinu opinbera, en ekki stoppa alveg.  Svo þarf að sjá fyrir hvenær sveiflan er að byrja að fara niður á við og byrja þá strax að draga úr niðursveiflunni með því að hefja smáar framkvæmdir, en jafnframt að passa að það haldi ekki við þenzlunni.

Haxtjórn er hausverkur!

Sigurjón, 1.11.2007 kl. 13:30

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það eru til fleiri aðferðir en bara að reka hjúkkur og skúringakonur til að draga úr magni peninga á markaði. Ríkið getur jú dregið úr peningamagni í umferð með því annaðhvort að auka skattheimtu sem m.v. 30 milljarða tekjuafgang er reyndar þegar verið að gera, eða þá með því að hvetja til sparnaðar, t.d. með því að hætta við að hætta við hlutdeild ríkisins í viðbótarlífeyrissparnaðinum.

Gestur Guðjónsson, 2.11.2007 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband