13.10.2007 | 18:58
Björn Ingi var milli steins og sleggju
Já aumingja sjálfstæðisemnnirnir, það var farið illa með þá snökt snökt. Ef einhver á í REI í dag væri það nú bara hans hagsmunir að hlutur OR yrði seldur, það yrði þá bara kauptækifæri fyrir þá að fá aukinn hlut á kostakjörum og selja svo eftir 2-3 ár á miklu hærra verði. Það mætti því spyrja af hverju vildu sjálfstæðismenn selja strax?
Hvað Björn Inga varðar tók hann djarfa ákvörðun og stóð við sitt. Það er annað en Villi sem hætti við á miðri leið og neitað að hafa séð kaupréttarsamningana þrátt fyrir vitnisburð annara. Þá er auðvitað kominn upp trúnaðarbrestur því hann var að reyna að fegra sig á kostnað Björns Inga. Hvað átti Björn Ingi því að gera? Láta sjálfstæðismennina spila með sig og selja strax og sitja undir alvarlegum trúnaðarbresti gagnvart Villa. Ég er hræddur um að hann hafi verið kominn í afar erfiðar aðstæður og hafi þurft að velja milli þess að vera sjálfum sér trúr eða láta vaða yfir sig.
Sjálfstæðismenn geta engum öðrum en sjálfum sér um kennt hvernig fór fyrir þeim og voru teknir á sama bragði og sjálfstæðismenn tóku frjálslynda á eftir síðustu kosningar.
Áhrifamenn í Framsókn hluthafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fín færsla og ég er sammála að Björn Ingi hafði ekkert annað val.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.10.2007 kl. 19:13
Gæti alveg verið sammála þér Steinn, nema.....hvað það pirrar mig að Björn er framsóknarmaður, á svolítið erfitt með að viðurkenna heiðarleika á þeim bæ (nema einn og einn útvaldur og þeir eiga það alltaf sammerkt að vera ekki framsóknarmenn í raun).
Guðjón Guðvarðarson, 14.10.2007 kl. 12:07
Það að dæma stjórnmálamenn er ekki það sama og að halda með íþróttaliðum eins og margir virðast halda. Mér er alveg sama úr hvaða flokki fólk kemur ég held ekki með neinum sérstökum og dæmi ekki fyrirfram fólk eftir því hvaða stjórnmálaflokki það er í. Ef þú heldur að spilling landsins komi öll úr einum flokki ertu á miklum villigötum en ég ætla ekki að fara nánar út í það hér.
Varðandi framkvæmd sameiningar á Reykjavík Invest og Geysir Green Energy þá bera þeir jafna ábyrgð Vilhjálmur og Björn Ingi þó að Vilhjálmur reyni að fegra sig sem mest hann má og merkilegt nokk það voru fleiri sjálfstæðis menn í stjórninni heldur en framsóknarmenn ef þér líður eitthvað betur með það.
Að lokum þá er ég ekki að taka afstöðu um siðferði þeirra félaga eða annara varðandi sameininguna heldur að vekja athygli að Björn Ingi hafði e.t.v. ríka ástæðu til að slíta samstarfi sínu við sjálfstæðisflokkinn.
Steinn Hafliðason, 14.10.2007 kl. 18:54
Eins og ég sagði þér "gæti" ég alveg verið sammála þér ( jú,,jú Er. ). Varðandi spillinguna þá er hér rökfræði sem byrtist oft í Frey fyrir um 40 árum síðan, alltaf setið í mér síðan, þú nærð samhenginu (um er að ræða Ford traktora)
" Ekki eru allir bláir traktorar góðir, en, allir góðir traktorar eru bláir"
Guðjón Guðvarðarson, 15.10.2007 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.