Ballið er byrjað

Þá er ballið byrjað, hófst formlega með partýinu um helgina. Núna er bara 100% vinna í nýju vinnunni og 100% skóli. Ekkert nema afburðaárangur kemur til greina í vetur á báðum stöðum.

Svo má ekki gleyma að reyna eftir mætti að vera 100% pabbi og eiginmaður þó að það sé mikið að gera. Þá er ég í samningaviðræðum við líkamsræktina og verði vonandi kominn í það líkamlega form sem ég er búinn að reyna af veikum mætti að koma mér í.

Jebbs, ég reikna því miður með því að bloggið komi til með að mæta afgangi á köflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Iss.... Þú ferð létt með þetta,  og þykir engum mikið að 1000% maður noti 300%. Tæplega 1/3,   hva???

Guðjón Guðvarðarson, 11.9.2007 kl. 20:00

2 Smámynd: Sigurjón

Þú hefur nú farið létt með þetta hingað til Steinn.  Ég hef tröllatrú á þér!  (Hvaða trú hafa tröll annars? )

Sigurjón, 12.9.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband