6.9.2007 | 10:44
Skyldi íslenski birginn hafa eitthvað með gjaldheimtuna að gera
Ég hef starfað við innflutning á vörum til landsins og mér finnst þetta mjög undarlegt og hátt gjald. Ég velti því fyrir mér hvort íslenski birginn sem flytur inn þessar töskur (sem ég veit ekki hver er)hafi eitthvað með þessa gjaldheimtu að gera til að koma í veg fyrir samkeppni?
8000 krónum skellt ofan á verð á skólatöskum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg vinsældirnar á þessum tilteknu skólatöskum. Það er hægt að fá mjög góðar töskur á lægra verði. Var sjálf í Danmörku í sumar og fékk skólatösku sem er mjög lík þessum sem verið er að fjalla um (sá mynd og lýsingu á þeim um daginn) en á mun lægra verði. Var á 399dkk en ég fékk hana á lækkuðu verði, 299dkk á útsölu. Kannski leyfa þeir hjá Pennanum sér að hafa verðið svona hátt af því að það er alltaf nóg af fólki sem er til í að kaupa þrátt fyrir verðið. Snúum okkur bara einfaldlega annað en til Pennans. Kannski fara þeir þá að minnka álagninguna. Hver veit?
Þórhildur (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:35
Mér finnst þetta mjög dularfullt, ég finn lyktina af einhverju skítugu og spilltu
Bríet (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 12:55
Góður punktur Þórhildur. Þetta er spurning um að leyta að góðum verðum en ekki bara taka það sem hendi er næst (og verðið er hæst). Ég er einmitt með í pípunum smá pistil um hvað neyslu- og innkaupamynstrið hjá okkur íslendingum er órökrétt. Ég læt vonandi verða af því að koma honum á blað fljótlega.
Steinn Hafliðason, 6.9.2007 kl. 12:57
Samkeppnin er nánast engin á öllum sviðum hérlendis og ég hef oft velt því fyrir mér af hverju svo sé. Þetta er líklegast skýringin á lítilli samkeppni hér á landi. Neyslu- og innkaupamynstrið há íslendingum er svo gífurlega rökrétt. Í eðlilegu þjóðfélagi þá verða svona fyrirtæki undir með svona vinnubrögðum og enginn skiptir við þau. En hér á landi skiptir það engu máli, neytendur bölva hátt og snjallt og segja að það sé svo illa farið með sig. Háir vextir og allt svo dýrt. En áfram halda þeir að taka lán fyrir öllum sköpuðum hlut og kaupa þessar vörur dýrum dómum. Að sjálfsögðu á að leita eitthvað annað ef menn eru ósáttir!!
Ólafur Guðmundsson, 6.9.2007 kl. 13:34
Ég öfunda ykkur stórlega af því að fatta þetta svona fljótt og geta byrjað að greina vandamálið og finna þá seku. Sjálfur skil ég ekki upp né niður í þessari frétt Moggans.Töskurnar kosta 6.000 krónur frá fyrirtækinu og kostnaðurinn við að afgreiða þær frá Danmörku og koma þeim inní Ísland er 8.000. Svo eru þær seldar á 11.000 í Pennanum. Það er að segja 6.000+8.000 = 14.000. Ég fæ þá ekki betur séð en að Penninn sé að borga 3.000 krónur með hverri tösku.Eða er það Penninn sjálfur sem annast þessa 8.000 krónu þjónustu sem Danskurinn er að tala um (“kostnaður vegna afgreiðslu og sendingar á töskunum ti Íslands”)?Er það bara ég sem ekki kem þessu heim og saman?
Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:10
Nú skal ég ekki segja hvort innlendi birginn sé eitthvað með puttana í þessu máli, ég þekki það ekki. En mín reynsla sem innkaupastjóri er að flutningurinn til landsins er oft á bilinu 10-20%.
Það þekki ég líka að um leið og maður nálgast vörur sem þegar eru seldar á landinu verður varan óvenjulega dýr eða maður getur ekki keypt hana inn nema með einhverjum krókaleiðum. Ég dreg þá ályktun að íslenskir aðilar hafi verið að verja sig gagnvart samkeppni við sömu vöru. Það eru bæði rök með og á móti því.
Að það kosti 8.000kr að flytja inn 6.000kr tösku er hins vegar afar hár innflutningskostnaður og tel ég að annað hvort sé um einhvern misskilning að ræða eða þá að þessi vefverslun vilji af einhverjum ástæðum ekki selja þessar töskur til Íslands. Yfirleitt vilja söluaðilar selja vörur sínar og því velti ég fyrir mér ástæðu þess að þeir leggja svona hátt gjald á vöruna til Íslands.
Steinn Hafliðason, 6.9.2007 kl. 14:30
Get ekki betur séð en að útskýringin fyrir þessum háa kostaði sé tilgreindur í fréttinni. Að sögn talsmanns fyrirtækisins er óhagkvæmnin falin í kostnaði við tollskýrslugerð sem þeir þurfa að bjóða út.
Um daginn var ein af þessum fréttum um galla í varningi frá Kína, einhver á moggablogginu dró þann dóm að vestrænir birgjar pressuðu svo hart á lægri heildsöluverð að Kínverja greyin þyrftu að stofna til barnaþrælkunar og nota lélegt hráefni í vörur sínar. Núna eru komnar samsæringskenningar í gang að innlendir heildsalar séu farnir að plotta með erlendum vefverslunum til að koma í veg fyrir að hin íslenski almúgi geti keypt eina og eina tösku yfir internetið, það klárlega myndi grafa undan markaðsráðandi stöðu þeirra... Halló!
Jón Bragi: Þessi 8.000kr hefur ekker með Pennann eða annan heildsala að gera, ef þú kaupir þessa vöru af netversluninni þeirra er þetta flutningskostnaður sem þú greiðir sjálfur.
Ágúst Þór (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 15:42
Takk fyrir útskýringuna Ágúst Þór. Þessar 8.000 krónur eru vægast sagt einkennilegar. Er ekki fólk alltaf að panta hluti utan úr löndum án þess að kostnaðurinn sé rúmlega 100 prósent af verði vörunnar plús söluskattur?
Fyrir daga netsins kom fyrir að ég pantaði t.d. bækur beint frá útlöndum og þau fyrirtæki kveinkuðu sér ekkert yfir "kostnaði við tollskýrslugerð".
Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:22
Eftir að hafa pantað vörur margoft af vefsíðum erlendis, verð ég að segja að þetta verð er algjört bull. Miðað við að senda þetta með flugi í venjulegum pósti er flutningskostnaður u.þ.b. 1500 kr. Svo er bara að ná í töskuna upp í tollmiðlun og borga vsk af 7500 krónum, sem mundi verða 1800 krónur og taskan því komin upp í 9300. Þetta mundi jafngilda að kaupa töskuna á 15% afslætti sem er ekki svo slæmt. Og ekki gleyma því að inni í 6000 krónunum sem taskan kostar í Danmörku er 25% skattur (ef ég man rétt), sem eru 1200 krónur. Þannig að auka álagningin hjá pennanum, miðað við að hann þurfi að borga sambærilegan flutningskostnað, sem hann þarf ekki, er 3200 krónur (Heimadæmi: finnið 300 krónurnar sem vantar í reikningana mína).
Gulli (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:35
Er enginn sem man eftir frásögn móðurinnar sem pantaði svona tösku fyrir barnið sitt frá Danmörku í gegnum netið og fékk hana á mun lægra verði en Penninn selur þær á hér? Man ekki hvar ég las þetta. Eflaust í einhverju blaðinu. Ég tók því þannig að um sömu töskur væri að ræða og Penninn selur. Svo virðist eitthvað hafa breyst eftir að fleiri fóru að gera það sama og pöntununum fór fjölgandi. Þannig blasir þetta við mér og ef einhver veit betur og getur leiðrétt þetta hjá mér þá er það hið besta mál.
Þórhildur (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 17:25
Örlítið innlegg.
Pantaði einu sinni vöru af netinu, munaði helming á tilboði hérna, komin í mínar hendur.
Allt var að smella í gegn, þegar ég fékk skyndilega tölvupóst frá birgjanum erlendis, um að kortanúmeri og öllum mínum gögnum hefði verið eytt þar sem Húsasmiðjan hefði umboð hérlendis og beðin um að snúa mér þangað, sem ég hafði nú ath. áður.
Annað: Keypti einu sinni vöru frá Bílasmiðnum, fannst hún dýr, sendi fyrirspurn til framleiðanda, um upplýsingum hvað verkamaður væri lengi að vinna fyrir þessu hér. Þeir upplýstu mig um hvað þetta hefði kostað mig ef ég hefði keypt af þeim. Munaði ævintýralega miklu. Ég ætlaði að ganga í málið og skila vörunni (í umbúðum) og kaupa erlendis.
Álpaðist til að kvarta yfir þessu hjá Bílasmiðnum, jú ég gat skilað, en.... innleggsnóta takk!!!
Tek fram. Í báðum tilfellum var varan komin í mínar hendur.
Nú er það auðvitað staðreynd, að kaupmaður er í sínu starfi til að græða, annars væri enginn í þessu, þeirra vinna.
En það er okkar að veita aðhald, og upplýsa aðra um óeðlilegt okur og svínarí.
Guðjón Guðvarðarson, 6.9.2007 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.