Klofinn persónuleiki

Ég er búinn að komast að því að ég er með þrjá persónuleika (að minnsta kosti).

Fyrsti persónuleikinn er alger stjórnleysingi þar sem ég hef mikla hneigð til að brjóta allar reglur, mæta seint alls staðar og vera á móti skoðunum annara bara til að vera á móti þeim. Ég breyti alltaf öllum verkferlum þar sem ég er að vinna og þarf að gera hlutina öðruvísi en hinir.

Þessi persónuleiki er sérstaklega ríkjandi á morgnana og þegar yfirmaðurinn minn biður mig um að gera eitthvað.

Persónuleiki nr 2 er andstæða númer 1. Þ.e. hann elskar formfestu og reglur. Þegar persónuleiki 1 er búinn að rústa öllum reglum og verkferlum í vinnunni hjá mér kemur að því að persónuleiki 2 þarf að taka til aftur og koma á röð og reglu á nújan leik. Þessir tveir persónuleikar takast mikið á í vinnunni hjá mér.

Þetta hefur þau áhrif að ég veit eiginlega aldrei hvað ég á að gera í vinnunni, ég er ýmist að brjóta niður hefðir eða byggja þær upp. Þannig hefst ég handa við að gera eitthvað og ef ég er ekki nógu snöggur hætti ég áður en verkið er klárað og því gerist nánast ekki neitt.

Persónuleiki 2 er helst ríkjandi þegar ég hugsa um fjármálin mín. Það er sennilega það eina sem er á hreinu hjá mér.

Þegar ég kem heim eftir vinnu og um helgar er þriðji persónuleikinn ríkjandi. Það er barnalegi persónuleikinn. Þá notfæri ég mér að ég á 4 ára gamlan son sem á fullt af leikföngum. Það er auðvelt að leika sér og bera því við að ég sé með hag barnsins í huga.

Ef ég tek þetta saman lýtur dagurinn svona út:

Ég vakna seint og mæti of seint í vinnuna (persóna 1)

Í vinnunni klára ég ekki neitt (persóna 1+2)

Þegar ég kem heim er fer ég að leika mér með kubba og traktora (persóna 3)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist að vinnuveitendurnir gætu lesið bloggið þitt. Ekki gott ef þú biður um launahækkun!!!

Gulli (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það verður löngu búið að reka mig áður en ég næ að biðja um launahækkun

Steinn Hafliðason, 6.9.2007 kl. 00:46

3 Smámynd: Anna Sigga

 Minntu mig á að ráða þig ekki í vinnu... nema kannski sem barnapíu á kvöldin

Anna Sigga, 6.9.2007 kl. 09:30

4 Smámynd: Sigurjón

Þú ert sýrður og botnvitlaus Steinn!

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband