4.9.2007 | 23:46
Í dag (4.sept) varð ég 30 ára
1/3 af systkinum mínum (og ein mágkona mín) buðu mér til hamingju með afmælið. Um helmingur vinnufélaga minna sem ég hitti óskuðu mér til hamingju og þetta var bara 2.dagurinn minn í nýrri vinnu. 2 vinir mínir höfðu sérstaklega samband við mig og tveir skrifuðu á heimasíðiuna til að óska mér til hamingju með afmælið. Annar þeirra sem hafði samband er ég ekki búinn að hitta í ca 7 ár. Allir nema einn í tengdafjölskyldunni óskuðu mér til hamingju með afmælið.
Ef ég skoða á móti hverjum ég óska til hamingju með afmælið þá er hlutfallið ca svona síðustu 12 mánuði:
Ég óskaði held ég 7/8 af systkinum mínum til hamingju með afmælið. Ég hringdi í báða foreldra mína og óskaði til hamingju. Ætli ég hafi ekki óskað tveimur vinum mínum til hamingju og þar af engum þeirra sem óskuðu mér til hamingju Allri tengdafjölskyldunni og einum vinnufélaga óskaði ég til hamingju.
Hlutfallið er því nokkurn veginn það sama svo ætli ég geti ekki verið sáttur við mitt.
Ég þakka samt öllum sem mundu eftir afmælinu mínu kærlega fyrir að muna eftir mér
Athugasemdir
Alltaf er maður að rekast á fólk sem maður kannast við á blogginu....
Annars bara til hamingju með afmælið
kv. Björg í Hagk. á Nesinu
Björg K. Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 00:07
Takk Björg. Gaman að sjá þig á blogginu, það er langt síðan ég hef séð þig, sennilega 2 ár eða svo.
Steinn Hafliðason, 5.9.2007 kl. 01:14
Ég mundi, ég óskaði og ég kannað hvort þú værir á msn en þú varst ekki þannig að ég áleit að þú værir úti að borða með fjölskyldunni og vildi því ekki hringja og trufla Hversu oft hefur þú óskað mér til hamingju með afmælið??? Eftir mánuð tæpan geturðu bætt úr ráði þínu
Anna Sigga, 5.9.2007 kl. 09:32
Til hammó með ammó Steinn
Eygló Dögg (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:15
Til hamingju með gærdaginn.
Gulli (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 16:41
Hamingjóskir með fyrstu 30 árin!
Árni Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 17:32
Til hamingju með að vera kominn á fertuxaldurinn!
Gott að vita að það eru fleiri en ég sem eldast.
Sigurjón, 5.9.2007 kl. 17:49
Ég þakka ykkur kærlega fyrir. Anna Sigga, þú ert ein af þeim sem mundir. Gallinn hins vegar við það að vinir mínir hringja eða skrifa manni línu og óska manni til hamingju með afmælið er sá, að þá skammast maður sín um leið fyrir að vita ekki afmælisdag viðkomandi og í fæstum tilvikum veit ég afmælisdaga þeirra sem eru utan fjölskyldunnar
Steinn Hafliðason, 5.9.2007 kl. 21:06
Blessaður kallinn minn, við munum öll eftir þér, og.......... erum stollt og ánægð með að þekkja þig. Einnig vitum við að þú átt afmæli, hvenær er svo annað mál og skiptir minnstu.
En.... nú ert þú kominn á fertugsaldurinn og.........það er bara næsti bær við fimmtugsadurinn og..........ég er á sextugsaldrinum, þannig að...........þú nálgast, ekki nema.........rúmlega tugur á milli okkar.............. þannig séð.
Guðjón Guðvarðarson, 5.9.2007 kl. 22:27
Annars var þessi úttekt nafnlaus með öllu og gögnunum eytt um leið og ég var búinn að nota þau. Ég mun ekki leyta hefnda gegn þeim sem ekki sáu sér fært að óska mér til hamingju. Það má til gamans geta að ein frænka mín gat ekki komið í fermingarveisluna mína en gleymdi mér ekki. 2 árum seinna var Finnur bróðir minn fermdur og kom hún þá til mín og óskaði mér til hamingju með ferminguna og leysti mig út með smá gjöf. Það er ógleymanlegt og þykir mér vænt um.
Það er einhvern veginn þannig að það er sama hversu fullorðinn maður verður, maður hefur alltaf þörf fyrir að vera látinn vita að maður er einhvers virði. Við skulum því muna að klappa á öxlina á vinum okkar og ættingjum og tjá þeim að þau séu okkur einhvers virði. Það er mikilvægt fyrir fólk þó að lífsreynslan sé orðin mikil.
Steinn Hafliðason, 6.9.2007 kl. 00:01
Takk Guðjón, nú er egóið komið í hæstu hæðir. Ég veit ekki hvort þetta var mér hollt he he.
Steinn Hafliðason, 6.9.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.