10 kílómetrarnir

Þá er ég búinn að sanna það. Ég get hlaupið 10km hlaup. Tók þátt í Brúarhlaupinu á Selfossi í dag og mér tókst að komast í mark.

Ég mætti reyndar í seinna lagi, 10 mínútur fyrir ræsingu en keppnisgögn voru afhent í 10 mínútna fjarlægð frá ræsingarstaðnum. Ég kom því lafmóður á ræsingarstaðinn og þurfti í þokkabót að pissa en ég mátti ekki vera að því og kunni ekki við að míga út í móa umkringdur ca 700 manns. Mér var því mál að míga alla 10 kílómetrana.

Um leið og hlaupið hófst fór ég að finna fyrir eymslum í öðrum fætinum sem entist mér hálfa leiðina. Þá tók hinn fóturinn við og á endanum emjuðu þeir báðir af sársauka. Á endanum neyddist ég til að ganga smá spotta og þá fór hlauparinn fram úr mér sem mér hafði tekist lafmóður að taka fram úr. Á endanum beit ég á jaxlinn og hljóp næstu tvo kílómetra stiku fyrir stiku. Hver stika á þessum tímapunkti var stórsigur og er ég ekki viss um hvað vegfarendur héldu um hlauparann sem fagnaði í sífellu þó með þeim síðustu væri.

Þegar einn kílómetri fór einn eftirlitsmaðurinn að hlaupa á eftir mér. Ég var ekki viss um hvort ég hefði tekið ranga beygju eða hvað fyrr en allt í einu að hann fór að hvetja mig áfram. Sennilega hefur hann ákveðið að hlaupa í skjól því það kom úrhellisrigning og rok beint í fangið á mér. En þessi frábæri maður hvatti mig áfram og þá uppgötvaði ég að ég átti bara nóg eftir. Ég tók endasprettinn samt aðeins of snemma því ég varð bensínlaus þegar það voru 100metrar eftir í mark og fólki hefur líklega haldið að ég hefði svindlað því miðað við hraðann sem ég kom á í mark hefði ég ekki átt að koma fyrr en eftir að dagskráin var búin.

Að lokum kom ég þó í mark hálfgrátandi af sársauka og gleði. Þetta var líklega eins og ég hefði verið að sigra heimsmeistaramótið óvænt. En sigurinn er minn, ég fór alla leið og það er eitthvað sem ég átti nú ekki von á því ég er ekkert búinn að æfa og er 10kg þyngri en ég á að mér að vera.

 Ég þakka Brieti kærlega fyrir að hvetja mig til að taka þátt og öllum sem hvöttu mig áfram meðan á hlaupinu stóð, sérstaklega þeim sem hljóp með mér en ég fékk því miður ekki tækifæri til að þakka honum fyrir á staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

HA HA HA HA!!! Þetta er brjálæðislega fyndin og auðmjúk lesning. Steinn, þú átt hrós skilið.

Anna Sigga, 2.9.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Sigurjón

Þú ert sumsé algjör íþróttaspassi?

Sigurjón, 2.9.2007 kl. 20:13

3 Smámynd: Tinnhildur

Jæja Steinsmugan þín (nei djók)

Innilega til hamingju með þrítuginn kjellinn minn!

Loksins ertu orðinn fullorðinn

Tinnhildur, 4.9.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Anna Sigga

Til hamingju með afmælið, til hamingju! Til hamingju með þrítuginn, til hamingju!    Vei! Vei!

Anna Sigga, 4.9.2007 kl. 17:59

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Takk stelpu, það gleður mitt gamla hjarta að þið munið eftir afmælinu mínu

Steinn Hafliðason, 4.9.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband