Þá er skólinn byrjaður

Seinni veturinn byrjaði á fimmtudaginn með því að kennarar námsins fóru yfir hvert námskeið fyrir sig og hvaða valfög verða í boði. Ég er afar spenntur fyrir þessum vetri því það eru mörg skemmtileg námskeið s.s. fjármál og vöruþróun.

Í vor verð ég svo vonandi í öðrum árgangi sem útskrifast með meistarapróf í verkefnastjórnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Ertu duglegur skólastrákur Steinn?  og hey, þú hefur ekki ALLTAF rétt fyrir þér....  en við erum samt vinir ekki satt?

Anna Sigga, 1.9.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég þoli ekki að hafa rangt fyrir mér, þess vegna er ég feginn að ég það er sjaldan sem það gerist ekki.

En jú, ég er mjög duglegur í skólanum. Það er af sem áður var. Annars var ég að lesa hjá þér að þú værir sjálf að fara í skóla.

Steinn Hafliðason, 1.9.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: Sigurjón

Skóladrengurinn Steinn!  Þú ert sumsé í MBA-námi eða hvað?  Nei, það getur varla verið...

Sigurjón, 2.9.2007 kl. 20:15

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það heitir MPM og er masters nám í verkefnastjórnun (Project management). Það er sett svipað upp og MBA námið en fókusar á stjórnun verkefna s.s. ef þú ætlar að stofna fyrirtæki, innleiða nýtt tölvukerfi í fyrirtækið, byggja Kárahnjúkastíflu eða hvað sem það gæti verið.

Steinn Hafliðason, 2.9.2007 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband