Eitt þýðingarmesta landið fyrir friði

Pakistan er land fjalla og fegurðar. Það er líka land kjarnorkuvopna og á landamæri að hinu umdeilda svæði Kashmir héraði. Þaðan virðast vera komnir margir af öfgamönnum og stjórnmálaástandið þar hefur verið afar eldfimt undanfarin ár og ekki auðvelt um vik að berjast gegn trúarofstæki. Nú er trúarofstæki ein af stærstu ógnum friðar hverrar trúar sem ofstækið er kennt við.

Hluti af því trúarofstæki sem á sér stað í þessu landi er hin mikla togstreita sem hefur verið um Kashmir hérað og hin stirðu samskipti við Indland. Deilur færa skoðanir fólks yfirleitt nær öfgum. Nú hefur hið mikla "hryðjuverkastríð" kynt undir kötlum þessara öfgahyggju víða um veröldina og hafa miðausturlönd og vesturlönd logað í áróðri og öfgum í báðar áttir.

Stundum velti ég því fyrir mér að stjórnmálamenn á vesturlöndum geri sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægt land Pakistan er í baráttunni gegn hryðjuverkastríðinu þar sem hugmyndafræði öfganna grasserar. Því til staðfestingar virðast forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera gys að stjórnvöldum þar í landi opinberlega með yfirlýsingum um innrásir og getuleysi í stríði. Pakistan þarf síst á að halda óstöðugleika á stjórnmálaástandi sínu, það á bara eftir að greiða leið þeirra sem vilja koma á meiri öfgum í stjórnmálum landsins.

Það veldur mér áhyggjum að þarlendir stjórnmálamenn hafi ekki ríkari ábyrgðartilfinningu og skilning á hinu flóknu stöðu í einni af stærri ógnum vesturlanda. Það er ekki einkamál Bandaríkjanna hvernig komið er fram við ríki eins og Pakistan því Ísland (og fleiri) eru líka hluti af hinum vestræna heimi. Ekki gerir það stöðu okkar sem viljum ferðast til annara landa s.s. austulanda betri að hinir "alvitru samherjar" okkar, bandaríkjamenn séu að auðvelda öfgamönnum að réttlæta gjörðir sínar.


mbl.is Musharraf lætur ekki Bhutto setja sér úrslitakosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þarna er ég hjartanlega sammála þér Steinn.  Ég var einmitt að lesa um Pakistan í gærkveldi (í ferðabiflíunni minni) og varð mér huxað til þess hversu gaman það væri að geta farið um heiminn án þess að ,,kantmenn" í stjórnmálum og trúarbrögðum væru að þvælast fyrir.

Málið er það að Bush og fleiri hálfvitar hafa persónugert heilu löndin.  Hann gerði alla Íraka að Saddam Hussein, sem er sérlega ósanngjarnt, þar sem hann var hataður, en jafnframt óttaður (er það orð til?) af sínu fólki, sem og nágrönnum sínum.  Hann er á sama tíma að reyna að útmála alla N. Kóreubúa sem K.Y. Il og alla Írani sem M. Ahmadinejad.

Hættum að láta þjóðir gjalda fyrir leiðtoga sína!  Þeir eru hvort sem er bara aumir stjórnmálamenn! 

Sigurjón, 1.9.2007 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband