Þögn er sama og samþykki

Þetta er svo dæmigert fyrir Bandaríkjamenn. Þeir vilja draga alla fyrir rétt og kenna ávallt öðrum um eigin hrakfarir. En ef þeirra menn gera eitthvað af sér þá er slegin skjaldborg um þá og þeim neitað að tjá sig jafnvel gagnvart réttmætum rannsóknaraðilum. Þetta er einungis eitt dæmi af mörgum og það má alveg lýta á það að neita samherjum sínum um rannsókn á slysi í stríði sé sama og samþykki á sök þeirra.


mbl.is Bandarískir hermenn fá ekki að koma fyrir breska rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eina leiðin til að neita áburði um illvirki er að forða því að málið verði skoðað.

Á Íslandi hafa stjórnvöld látið sína menn gefa úrskurði um að tiltekin mál af pólitískum toga þarfnist ekki rannsóknar. Til dæmis salan á Búnaðarbankanum svo eitthvað sé nefnt.

Árni Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Sigurjón

Þessir kanar...

Sigurjón, 30.8.2007 kl. 00:16

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mikið rétt Árni. Það eru mörg mál sem þarfnast frekari skoðunar við hér á okkar litla landi. Það er meingallað kerfi þar sem pólitíkusar geta stýrt eftirlitsstofnunum sem eiga að hafa eftirlit með þeim sjálfum.

Steinn Hafliðason, 30.8.2007 kl. 09:54

4 Smámynd: Sigurjón

Málið er að framkvæmdarvaldið hefur allt of mikið vægi miðað við hin völdin tvö.  Fjölmiðlavaldið er svo líka allt of stórt.  Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er hér að skíta út fjölmiðla á einum stærzta þeirra, en samt...

Sigurjón, 1.9.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband