Hverjir eiga að vera á lægstu laununum?

Ég heyri í hverju horni þessa dagana um skort á fólki í vinnu og lágum launum. Kennarar eiga að vera á hærri launum, verkafólk á að vera á hærri launum og þessi og hinn eigi að vera á hærri launum. Kröfur um launahækkun upp á 30% liggur á borðinu.

Síðustu 10 ár hef ég ekkert heyrt annað í kjarasamningum en að lægstu laun eigi að hækka mest og ég held að það hafi nú verið raunin í þeim flestum. Samt eru alltaf allir að tala um að þjóðfélagið sé að fara fjandans til og ekki hægt að lifa á þeim launum sem eru í boði. Nú hefur eflaust hver sína ástæðu fyrir því að þurfa meiri peninga en það eru ekki nema örfá ár síðan að lágmarkslaun voru undir 70þúsund á mánuði. Þau eru ólíkt hærri í dag og þó að verðbólga hafi verið þá hefur hún langt frá því étið upp þær launahækkanir sem fólkið hefur verið að fá. Ætli megnið af mesta kaupmáttarauka í íslandssögunni fari kannski í metinnflutning á bílum, metinnflutning á hjólhýsum, utanlandsferðir og að borga fyrir enska boltann?

En hvað eru eðlileg laun og hver á að vera á lægst taxtanum?

Háværar kröfur eru um að verkalýðurinn skapi auðinn í landinu og eigi að vera á háum launum, börnin okkar eru verðmætust og því eiga kennarar að vera á háum launum, lögreglan undir svo miklu álagi o.s.frv. Allir elta skottið á þeim næsta. Ef við myndum hækka laun allra í landinu um 100% væru allir komnir á góð laun og allir yrðu hamingjusamir. En það yrði samt skortur á kennurum, verkafólkið væri samt á lægsta taxtanum og við tæki sama óánægjan og umræðan og áður. Allir með helmingi hærri laun og það yrðu nákvæmlega sömu vandamál og áður, allir óánægðir.


mbl.is „Við viljum hærri laun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

" Hverjir eiga að vera á lægstu laununum? "

Svar : Þú
Það er engin að tala um að hækka laun allra um 100% heldur að lyfta launum ákveðinna og viðurkenna mikilvægi
Ef þú prófaðir að vera lögga eða kennari í eitt ár þá er ég alveg viss um að þessi pistill þinn myndi ekki hljóða svona hjá þér
  

Tjörvi Dýrfjörð, 24.8.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er búið að vera að rétta laun þeirra lægst launuð í öllum kjarasamningum síðasta áratuginn. Málið er það að það verða alltaf einhverjir að vera á lægstu laununum. Hvort sem þau eru hækkuð um 30% eða 100% skiptir ekki máli. Niðurstaðan verður alltaf sú að það verða einhverjir á lægri launum en aðrir. Meiri misskipting auðsins stafar af tvennu. Í fyrsta lagi er auðurinn meiri og þeir sem finna eða skapa auðinn eins og bankarnir hafa verið að gera eignast stærsta hlutinn af honum. Í öðru lagi þá er ekkert þak hversu hátt þú getur farið. Það er því hægt að hækka endalaust en þú getur ekki farið undir botninn. Þeir sem ná þangað gera það heldur yfirleitt ekki vegna launanna heldur hvað þeir gera við launin og það er þá yfirleitt eitthvað sálrænt. Ég tek það þó fram að það eru til fátækragildrur í þjóðfélaginu eins og Díana sem var í fréttunum um daginn lenti í þegar hún fékk ekki pláss fyrir barnið sitt þegar skólanum lauk á daginn.

Steinn Hafliðason, 24.8.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Varðandi launin mín þá er ekki langt síðan ég var á 70þús á mánuði eins og margir aðrir. Ég hef þó verið þeirrar gæfu aðnjótandi að kunna að spara og því fer ég yfirleitt leiðar minnnar með strætó og geng um í sæmilega dýrum fatnaði o.s.frv. Umframpeninginn hef ég svo notað til að mennta mig betur. Ég er ekki hátt launaður en eins og aðrir hefði ég ekkert á móti því að fá 30% launahækkun. Ég gæti þá hætt að taka strætó og keypt mér bíl í staðinn eða fengið mér áskrift að Stöð 2 eins og mig hefur lengi langað til að gera að ég tali nú ekki um að fá mér enska boltann.

Steinn Hafliðason, 24.8.2007 kl. 10:53

4 identicon

Einu sinni kom ég að kjaramálum kennara,  lærði ýmislegt.  Eitt var það, að sjálfsagt þótti að "hífa" þá lægst launuðu upp, sem og var gert,  en....vitið hvað?

Þeir sem eru búnir að koma sér í samninganefdirnar eru "kláru" kallarnir,  það eru þeir sem eru kjaftagleiðastir og  sniðugastir að "koma ár sinni fyrir borð",  nú þegar búið var að semja um eitthvað  smáræði fyrir þá lægst launuðu þá komu samningamennirnir með allar sérþarfirnar,  sem "nota bene" voru aðgengilegastar fyrir þessa kláru,  meðal Jóninn hafði hvorki getu né uppurð í sér til að eltast við þær.  Þið getið ekki ýmyndað ykkur hvað það er hægt að komast langt með því að eltast við mínútur hér,  launað frí þar og bara nefndu það.

    Svo geta þessir menn (samningamennirnir) vælt endalaust um hvað  kennaralaunin eru lág.

Og vitið menn,  blekið var ekki þornað á samningum við kennara þegar skólastjórar komu með sínar kröfur,  grundvallaðar á því hvað kennarar hefðu fengið 

Sjáið hverju menn beita fyrir sig,  og þetta viðgengst víða því miður.

Ég er þeirrar skoðunar að það komi mér ekkert við hvað Jón á móti hafi í laun svo lengi sem ég er sáttur við greiðslu fyrir vinnuframlag mitt,  sú greiðsla fer væntanlega eftir því hvers virði framlagið er fyrir vinnuveitenda.  Það kemur bara ekkert við afkomu banka, Björgúlfsfeðga eða annara.  Laun eiga að vera einkamál milli atvinnurekanda og  viðkomandi launþega,  kemu öðrum ekkert við.

Að framansögðu má sjá að ég tel tilgangslaust að "hífa" upp þá lægst launuðu.  Nær væri að stuðla að lægra matarverði  (ekki þó á þann veg sem gert er nú, vitað  mál að  niðurfelling gjalda til ríkissjóðs renna beint í  vasa kaupmanna,  hver býst við öðru vinna þeirra er að græða,  eðli hlutarins samkvæmt)  Hækka persónuafslátt umtalsvert,  skattleysismörkin ættu að vera í amk. 200,000kr. og svo síðast en ekki síst,  Kennslu í  meðferð peninga,  þetta er auðvitað glórulaust hvernig  eyðslan er hjá fólki.  Það ætti að koma því þannig fyrir að  þegar fólk er  komið með visst hlutfall af launum sínum í afborganir ætti það að fá ókeypis fjármálaráðgjöf.

Nú er ég enn og einu sinni kominn að þeirri skoðun minni að :Það er ekki innkoman sem er vandamálið heldur eyðslan.

Auðvitað er til fullt af fólki sem hefur það skammarlega slæmt  og því ber að hjálpa,  en....á raunhæfann hátt   Gefur þú svöngum manni að borða,  verður hann mettur, kennir þú honum að veiða bjargar þu lífi hans.

Hjálpum og kennum fólki að bjarga sér sjálft eftir bestu getu,  grudvallaratriði.  Vegum og metum vandlega hvert tilvik.  Dæmi:  Þegar ég verð orðinn 70 ára  (allt of hár aldur til að miða við ætti að vera 50) þá á ég að fá í hendurnar peninga, sem ég á og búinn að vinna fyrir sannarlega , og hætta að vinna,  ef ég tek út aurinn minn hjá lífeyrissjóðnum skerðast auranir mínir hjá TR.  og ef ég vinn áfram,  sem er sennilega hollast fyrir mig og ódýrast fyrir samfélagið,  helst lengur gangandi, þá er eins víst að öllum aurunum mínum verði stolið.

Nú ef ég er öryrki,  sem getur hent alla, því miður,  þá er einnig ódýrast fyrir samfélagið að  halda mér á markaðnum sem  lengst.  Ekki endilega víst að ég geti unnið við það sama og áður eða hef menntun í,  kannski eitthvað mikið léttara,  aðalatriðið er að  vera á markaðnum og  innan um fólk.  Svo greiðir samfélagið mér tapið þe. það sem ber á milli þess sem ég gat og get,  einnig gæti ég etv. menntað mig og kæmist þar með enn hærra í launum,  auðvitað æskilegast að fá fría menntun til þess sem ég er fær um.

Ekki ætla ég að fara út í fleirri láglauna hópa og benda á lausnir til þeirra,  tvímælalaust búinn að  "skrapa botninn".

Niðurstaða:

Við höfum það mjög gott,  meira að segja svo gott að við erum tilbúinn í að sökkva landinu okkar til að aðrir geti haft það eins gott,  drekkja öllu til að skapa atvinnu til handa fólki sem ekkert hefur "lagt í  púkkið" til að skapa þetta þjófélag sem við búum við 

Við erum komin með nýjann gjaldmiðil sem heitir   "??? % afsláttur"  eins og  þið sjáið í auglýsingum,  krónan er dottin út,

 í dag er verð munaðarvöru tilgreint aðeins  XXX kr.  en bara svo helvíti oft,  marga mánuði og ef einhver nennir að reikna ofboðslega mikið saman komið.

Hvaða fólk sjáið þið í Bónus?   Er það fólkið sem hefur það verst,  er það fólkið sem lifir á aðstoð samfélagsins 

Hvaða fólk sjáið þið í Nóatúni,  10,11 og hvað þær nú heita þessar dýrari verslanir?   Ég ætla ekki að svara þessu,  það gerir hver fyrir sig.

Af hverju berst sumt fólk í bökkum?

Alveg rétt,  það kann ekki að fara með peninga 

 Enn og aftur,  blásum á allt kjaftæði,  verum raunsæ og látum ekki plata okkur.  Ekkert lægstu launa bull.

Guðjón (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Sigurjón

Þetta er bara væl og skæl í stéttarfélaxmönnum.  Það væri nær að hækka persónuafslátt, fremur en að hækka launin svona mikið.

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 14:33

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mögnuð úttekt atarna hjá ykkur báðum, Steinn og Guðjón. Ég er nú ekki frá því að ég sé hálfgerður "Guðjón inn við beinið." Varðandi ofurlaunamenn vil ég þó segja það að ekki þarf það ævinlega að vera dugnaði og kænsku þeirra að þakka; alltof mörg dæmi um að þeir menn hafi fengið forgjöf frá löggjafanum. þar má nefna sægreifana svonefnda sem hafa verið á félagslegri aðstoð frá afskekktu sjávarbyggðunum.

Fátækt er að miklum hluta huglægt fyrirbæri og byggist á samfélagslegri viðmiðun. Bedúíni sem á fjörutíu úlfalda er ríkur í augum granna sinna sem eiga tvo eða þrjá. Ríki Bedúíninn er ekki ríkur á Manhattan, enda á hann ekki fyrir farinu þangað.

Mikil misskipting auðs er samfélagsmein sem veldur öfund, sárindum og aukinni hættu á félagslegum vandamálum sem byggjast á útrás á réttlætiskennd sem öllum er inngróin.

Fjölskyldumaður sem lifir á lágmarkslaunum verður reiður þegar hann les um að Davíð Öddsson fái nokkuð á þriðju milljón í mánaðarlaun. "Vitlausasti maðurinn á staðnum" að eigin sögn þegar hann hóf þar störf.

En misskipting verður alltaf fyrir hendi og ég er fullkomkega sammála því að hækkun skattleysismarka sé raunhæfasta leiðin til lagfæringar. 

Árni Gunnarsson, 27.8.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband