Gáta

Þú ert í beinni útsendingu í leik sem fer þannig fram:

Það eru þrjár hurðir á sviðinu. Bak við eina þeirra er nýr Ferrari en bakvið hinar tvær eru geitur. Þú mátt velja eina en þegar þú ert búinn að því verður þáttarstjórnandinn að opna aðra af hinum tveimur og hún verður að vera með geit. Þá mátt þú velja aftur og eiga það sem er á bakvið hurðina. Spurningin er hvað átt þú að gera þegar þáttastjórnandinn er búinn að opna hurðina með geitinni, velja sömu aftur eða skipta um og af hverju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu loksins farinn að trúa þessu ;)

Og hvað ef ég get ekki lagt saman, á ég þá ekki að fá að setja inn athugasemdir? Og hvað með alla sem kunna bara að "plúsa"?

Gulli (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 21:21

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já ég trúi. Lagðist yfir þetta í eitt skipti fyrir öll þegar tengdapabbi kom með þetta. Þú mátt þó ekki uppljóstra um svarið.

Steinn Hafliðason, 23.8.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Sigurjón

Það á ekki að skipta.  Líkurnar breytast þegar þáttarstjórnandinn opnar dyrnar með geitinni.  Það má kalla þetta valkvæð líkindi.

Ef þú hafðir valið Ferrari-bílinn í fyrsta kasti, hafði stjórnandinn um 2 dyr að velja.  Hafðir þú hins vegar valið geitina, hafði hann aðeins um einar dyr að velja.  Það eru því 3 möguleikar fyrir hendi; ekki 2. 

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 14:39

4 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Hverjir eru þeir Sigurjón?

Guðjón Guðvarðarson, 26.8.2007 kl. 20:15

5 Smámynd: Sigurjón

Setjum þetta niður lið fyrir lið:

Það eru 1/3 líkur að þú veljir bílinn í fyrsta kasti og þá hefur stjórnandinn um 2 dyr að velja.  Það eru 2/3 líkur að þú veljir aðra geitina í fyrsta og þá hefur stjórnandinn um eina dyr að velja.

Er ég á villigötum? 

Sigurjón, 27.8.2007 kl. 19:07

6 Smámynd: Sigurjón

Ég sagði að það ætti ekki að skipta, en það var öfugt hjá mér.  Það á að skipta.

Málið er þannig vaxið:

Segjum að þú veljir dyr 1 og vinningurinn er þar.  Þá getur stjórnandinn valið 2 eða 3.  Ef þú skiptir, færð þú ekki vinning, en ef þú skiptir ekki, færðu vinning.

Ef vinningurinn er fyrir aftan dyr 2, getur stjórnandinn bara opnað dyr 3.  Ef þú skiptir, færðu vinning.  Ef þú skiptir ekki, færðu ekki vinning.

Ef vinningurinn er fyrir aftan dyr 3, getur stjórnandinn bara opnað dyr 2.  Ef þú skiptir, færðu vinning.  Ef þú skiptir ekki, færðu ekki vinning.

Í 2 tilvikum af 3 færðu vinning ef þú skiptir.  Það er því rétt að skipta. 

Sigurjón, 27.8.2007 kl. 19:25

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég sé að þú hefur engu gleymt síðan við vorum saman í Gaggó Sigurjón, þú ert skyldur ætt þinni enda afburðamaður í greind.

Steinn Hafliðason, 27.8.2007 kl. 19:30

8 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Þetta hefur verið afburðabekkur Steinn

Mannst þú þennan með  spottana? 

Guðjón Guðvarðarson, 27.8.2007 kl. 19:44

9 Smámynd: Steinn Hafliðason

Nei ekki rekur mig minni í neina spotta en ef þú getur gefið mér vísbendingu rifjast það kannski upp.

Steinn Hafliðason, 27.8.2007 kl. 20:45

10 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Bíddu nú við...  Þú ert með tvo bandspotta sem brenna mishratt......... tímamælir.........reyni að rifja þetta upp næstu daga.

Guðjón Guðvarðarson, 28.8.2007 kl. 19:45

11 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já mig rámar nú eitthvað í þessa gátu. Ég man nú ekki lengur hvernig hún er en ég held að mér hafi aldrei tekist að ráða hana.

Steinn Hafliðason, 28.8.2007 kl. 20:32

12 Smámynd: Sigurjón

Þakka þér fyrir Steinn, þetta kemur allt með kalda vatninu...

Sigurjón, 30.8.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband