22.8.2007 | 15:42
Sama afsökun og vændiskonur á Íslandi nota
Þetta er einn mesti viðbjóður sem ég hef heyrt. Það er þó fólk til í þessum bransa sem er ekki alveg gjörsneytt allri réttlætiskennd eins og eigandi vændishússins.
Það vekur samt athygli mína að móðirin notar sömu rök og íslenskar vændiskonur (og eflaust fleiri) sem réttlæta þetta með því að þær séu svo peningaþurfi og þess vegna sé í lagi að selja sig.
Reyndi að selja tveggja ára gamla dóttur sína í vændishús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll. Þetta er afar óheppileg samlíking hjá þér. Það felst meira segja í berum orðum þínum að þetta er ekki sambærilegt, sbr. „að selja sig“. Móðirin var augljóslega ekki að selja sig heldur aðra manneskju sem í ofanálag var óviti. Það eina sem er sameiginlegt með vændiskonum og móðurinni er að verknaðurinn er vegna peningaskorts (eða peningalöngunar). Menn gera ansi margt vegna peninga án þess að það þurfi að vera sambærilegt.
Oddgeir Einarsson, 22.8.2007 kl. 15:58
Ég er að sjálfsögðu sammála því að þetta sé með því ógeðslegra sem maður hefur heyrt...en þessi samlíking þín er með því heimskulegra sem ég hef lesið.
Anna (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:43
Oddgeir hann segir að eigandinn sé með réttlætiskennd
matti (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 16:50
Ég var ekki að bera saman að fólk sé að selja barnið sitt eða að selja sjálft sig. Það er alveg sitthvor hluturinn.
Það sem ég var að vekja athygli á er hversu oft fólk réttlætir gjörðir sínar, sama hversu ömurlegar þær eru, með því að þeim vanti peninga. Það er alltaf hættulegt að framkvæma vafasama gjörninga og reyna að réttlæta það með peningaleysi. Sama hvort það er þjófnaður, morð, sala á börnum sínum, vændi, ofbeldi eða hvað sem það gæti verið. Hafið þið kannski tekið eftir því að flestir glæpamönnum finnst þeir ekki hafa gert neitt rangt.
Steinn Hafliðason, 23.8.2007 kl. 09:38
ömurleg frétt og ekki síður ömurleg samlíking hjá þér Steinn
Sigurbjörg (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:47
Ég endurtek. Þó að einhverjir virðast misskilja að ég sé að bera þetta saman að selja sig og selja barnið sitt þá er það ekki það sem ég átti við. Mín skoðun er að það sé alls ekki sami hluturinn.
Það sem ég vildi var að vekja athygli á hversu oft fólk réttlætir gjörðir sínar með peningaleysi. Þá er ég ekkert bara að tala um vændi eða að selja börnin sín heldur líka ýmislegt annað eins og kemur fram í athugasemd númer 5.
Steinn Hafliðason, 23.8.2007 kl. 10:09
Er sammála þér Steinn með þetta, held það vanti í flesta, að horfast í augu við raunveruleikann með peningamál einskaklinga: Það er sjaldnast innkoman sem er vandamálið heldur eyðslan. Þegar fólk kyngir því, og sníður stakk eftir vexti hvefa þær áhyggjur eins og dögg fyrir sólu. Það er ekkert gefið að við höfum efni á tæki eins og Jón á móti á (ekki einu sinni víst að hann hafi efni á því heldur ef út í það er farið).
Hins vegar einkennast viðbrögðin við þessari hugleiðingu þinni, á viðleitni og, virðist vera vilja og /eða áráttu, til að túlka alla umræðu á versta hugsanlegann veg. Slíkt er algengt á bloggsíðum, enda eru þær einkonar ventill á þjóðarpirringin, gremju og vanlíðan fólks. Sbr. Barnaland.is og....
Guðjón (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 20:43
Það að fólk sé tilbúið að selja börnin sín fyrir peninga, eyðileggja ævi barnsins síns fyrir peninga er dæmi um einhvern mesta mannharmleik sem maður getur hugsað sér. Það sem meira er, án þess að barnið viti af því að móðir þess sé að gera eitthvað rangt fyrr en löngu seinna. Þær aðstæður sem börn alast upp við geta verið eðlilegar í augum barnanna sama hversu afbrigðilegar þær eru, einfaldlega vegna þess að barnið þekkir ekki annað og heldur að allir séu í sömu sporum og það sjálft.
Frekar myndi ég deyja, ættleiða eða gefa barnið mitt góðu fólki en að selja það í vændi því ég væri þá fullviss um að það ætti betri framtíð í vændum og væri í öruggari höndum en á vændishúsi, jafnvel þó að ég fengi aldrei að sjá það aftur.
Ég skildi meiningu samlíkingarinnar strax og er algjörlega sammála þér Steinn, að réttlæta þetta með „peningaleysi“ er með ólíkindum og ógeðfellt. En því miður er þetta alls ekki einsdæmi og gerist mikið víða í heiminum. Fátækt fólk selur börnin sín í vændi á unga aldri til að brauðfæða systkyni barnsins.
En hvernig velurðu hvaða barni þú átt að fórna? Geturðu nokkurn tíma horft sáttur framan í heiminn eftir svoleiðis val? Sophie gat ekki valið í myndinni Sophies choise þar sem Nasistar ætluðu að taka annað barnið hennar en tóku bæði af því að hún gat ekki ákveðið sig. Sama saga væri með það/þau börn sem eftir lifðu, munu þau ekki alltaf hugsa: Það er mér að kenna að systir mín dó, ef ég hefði verið valinn væri hún á lífi.
Börnin eru það dýrmætasta í þessum heimi, dýrmætara en öll veraldleg gæði. Án barna væri ekkert líf, við myndum bara deyja út.
Don Ellione (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.