Sektað um 130 milljónir

Það er ekki nema tveir mánuðir síðan áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfesti 130 milljóna sekt fyrir samkeppnisbrot gagnvart keppinautunum.

Ég er alveg sammála því að Icelandair hafa gert margt gott í gegnum tíðina og þeir hafa farið þvílíkum hamförum að þeir hafa þurft að borga þjóðfélaginu skaðabætur fyrir. Þáverandi eigendur Iceland Express sem mestann skaðann hlaut þurftu síðan að selja félagið á þvílíkri útsölu.

Ætli þetta séu verðlaun fyrir það hversu duglegt það er að knésetja samkeppnisaðilana.

En þetta er nú nefnd á vegum Sturlu Böðvarssonar en hann virðist vera einstaklega fær um að klúðra sínum málum. Mér finnst táknrænt og snjallt af Kristjáni Möller núverandi samgönguráðherra að láta Sturlu afhenda þessi skemmtilega klúður innrammað með slaufu.


mbl.is Icelandair Group hlýtur samgönguverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Án þess að ég ætli svosem að fara að reyna að þræta fyrir sekt Icelandair í þessu máli sem að þú nefnir, þá er mjög vafasamt að kalla Iceland Express samkeppnisaðila Icelandair. Iceland Express er ekki og hefur aldrei verið flugrekandi og er þar af leiðandi ekki flugfélag frekar en Bæjarinns Bestu.

Iceland Express er farmiðasala. Þeir selja einungis farmiða fyrir svissneskt flugfélag flugfélag sem heitir Hello. Það ríkja ekki neinir milliríkjasamningar í málaflokknum milli Íslands og Sviss. Það þýðir að flugfélagið Hello má í raun ekki gera út flug frá Íslandi nema eingöngu til Sviss. Að sama skapi, þá mætti íslenskur flugrekandi ekki fara að stunda það að fljúga frá sviss til hvaða lands sem er, heldur einungis Íslands. Einhverra hluta vegna þá hefur samgönguráðuneytið ekki séð neitt athugavert við þetta þrátt fyrir harða gagnrýni.

Fyrirtækið borgar flugmönnum sínum laun sem ekki er hægt að framfleyta sér á hérlendis. Í ofanálag er þess krafist að þeir greiði sjálfir fyrir þjálfun á vélarnar.

Heimir (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 01:34

2 identicon

Tek undir það sem Heimir segir. Ég held að fæstir Íslendingar geri sér í raun grein fyrir því hvers er krafist af flugfélögum í dag. Vilji þeir fá lægra farmiðaverð þá er það mál sem þarf að skoða gaumgæfilega. Vilt þú hafa illa borgaðan, þreyttan og úrillan flugmann frammí í þínum flugstjórnarklefa?? Ég get alveg sagt þér að ég kýs svo ekki. Flugmenn eru mikið að heiman frá sínum nánustu, miklu meira en fólk gerir sér grein fyrir. Það eru strangar hvíldartímareglur hjá Icelandair og því tel ég að Icelandair flugmenn séu betur úthvíldir en margir aðrir flugmenn. Einnig er svo hjá mörgum öðrum íslenskum flugrekendum. Svo segir fólk að flug sé alltof dýrt. Byrja skal á því að kynna sér þær reglur sem flugið þarf að hlýta, þann kostnað sem því fylgir, eldsneyti og tryggingar t.d..  Samkeppni er bara af því góða og ég styð það að fullu... En, Iceland Express er og hefur aldrei verið flugfélag. Þetta er ferðaskrifstofa. Hins vegar hefur Iceland Express veitt nauðsynlega samkeppni. Það heldur verði niðri sem er nauðsynlegt, þó svo að oft sé verð Icelandair lægra en Iceland Express ef fólk kynnir sér bara málið til hlýtar... En ég vil að mínir flugmenn séu vel menntaðir og búsettir á Íslandi. Ég er ekki að gefa í skyn að erlendir flugmenn séu eitthvað verri en íslenskir flugmenn. En kynnum okkur kjaramál þeirra flugfélaga sem við fljúgum með. Hvort flýgurðu með British Airways eða litlum óþekktum local operator ef verðið er það sama eða jafnvel aðeins hærra?? Og af hverju kýstu BA? En annars bara vangavelta.

Benni (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 04:56

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er gott að fá fleiri vinkla inn í þetta mál. Þessi vandamál innan kerfisins þarf þó að leysa í gegnum dómstóla og yfirvöld. Það er engin afsökun fyrir að tekið sé til ólöglegra aðgerða til að ýta samkeppninni út af borðinu. Ef það væri í lagi þá værum við í þjóðfélagi þar sem giltu eingöngu frumskógarlögmálin.

Steinn Hafliðason, 22.8.2007 kl. 08:47

4 identicon

Ég hnaut aðeins um þá fullyrðingu að Icelandair og Iceland Express væru ekki samkeppnisaðilar. Þið segið, Iceland Express er ekki flugfélag heldur ferðaskrifstofa eða farmiðasala.

Iceland Express er selur flugmiða, Icelandair selur líka flugmiða til sömu landa, er þá ekki samkeppni milli þessara félaga? Eru þetta þá ekki samkeppnisaðilar á flugmiðamarkaðnum?

En ég sé líka ekki af hverju það ætti að afsaka Flugleiði frá því að brjóta lög að Iceland Express sé rekið á lélegum forsendum og hugsi illa um sína starfsmenn, ef þeir gera það yfirleitt. Þeir sem ráða sig í vinnu hjá Express hljóta að vita að hverju þeir ganga. Ef þeim líka illa eiga þeir bara að segja upp, það er nóg af vinnu á Íslandi í dag ef fólk nennir að vinna yfirleitt (sem æ færri nenna). Þeir sem eru flugmenn í millilandaflugi eru heldur engir hálvitar, þetta eru menn með reynslu því þú labbar ekkert inn í hvað vél sem er þó þú sért með eitthvert plagg um að þú kunnir að fljúga, þú þarft að vinna þig upp áður en þú færð vinnu í millilandaflugi. Flugmennirnir ættu því að átta sig á því hvort þeir fá nægan svefn eða ekki því ég treysti því fullkomlega að millilandaflugmenn geri sér grein fyrir hættuni sem felst í því að vera illa undirbúinn í flug.

 Það má ekki einblína á eina hlið þó mönnum sé kannski vel til annars aðilans en hins ekki. Flugleiðir hafa sína kosti og galla, það hefur Express líka. Fólk veit líka að lága verðið hjá Express kostar minni þjónustu um borð og minni þjónustu við bókanir, það verður bara að vega og meta sjálft hvort þjónustan eða verðið vegur meira. Ég hef flogið nokkrum sinnum með báðum þessum félögum og hef góða reynslu af þeim báðum. Það fer aðallega eftir áfangastað og peningastöðu hverju sinni hvort ég vel.

 En gaman samt að fá meiri vitneskju um Express, lærði nokkra hluti sem ég vissi ekki.

Don Ellione (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 01:40

5 Smámynd: Sigurjón

Það er líka kostulegt að borið sé saman BA og önnur flugfélög.  Það vill svo til að BA flýgur til og frá Íslandi fyrir mun lægra verð en Flugleiðir.  Hvernig skyldi standa á því?  Ekki er BA eitthvað bónusflugfélag, eða hvað?

Eftir að eigendur Flugleiða eignuðust IE, ríkir tæplega samkeppni þeirra í milli, enda sézt það á fargjöldunum sem hafa hækkað talsvert undanfarið ár, þrátt fyrir ofursterka krónu.  Hvernig skyldi standa á því?  Strangar reglur um hvíldartíma og menntun flugstjóra hér á landi?  Ég bara held ekki... 

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband