Villi Spámaður

Villi Borgarstjóri er skemmtilegur maður. Hann fer sínar eigin leiðir og þær eru ekki allar fyrirséðar. Hann er maður framkvæmda. Núna hefur kallinn tekið það upp að það á að laga vímuefnaneyslu niður í bæ um helgar í eitt skipti fyrir öll.

Í þeim tilgangi á auðvitað að ráðast á rót vandans, að loka ríkinu í austurstræti. Það gæti þó tekið nokkurn tíma en til að taka á versta vandamálinu strax lokar hann á sölu bjórs í stykkjatali enda er slík sala svartur blettur á þjóðfélaginu. Þvert á skoðanir þingmanna gerir Villi sér nefnilega grein fyrir því að verðlag og aðgengi hefur veruleg áhrif á áfengisneyslu almennings. Því er mikilvægt að fólk kaupi lágmarksmagn í einu til þess að stemma stigu við tækifærisdrykkju um miðjan dag.

Ekki er þó nógu langt gengið og hugsar hann því eins og múslimarnir og vill banna alla áfengissölu í Austurstræti. Enda er Villi Spámaður hófsmaður að öllu leyti. Í gegnum tárin (ég meinti árin) hefur hann ávallt verið öðrum fyrirmynd á þingum sveitarfélaga landsins og meira að segja gerst svo kurteis að bregða sér frá þegar hann getur ekki gefið sig nægilega vel að innihaldi þeirra eða þegar hann hefur haft öðrum hnöppum að hneppa.

Einhver gæti sagt að með því að loka á stykkjasölu bjórs sé borgin að losna við rónana. Svo ég talið nú ekki um að losna við ferðamanninn úr miðbænum en þeir ku víst flestir þamba meiri bjór en meðal íslendingur og því mikilvægt að stemma stigu við þeirra ósiði. Ég held þó að rónarnir séu lítið að kaupa sér bjór. Ef þeir vilja það hins vegar geta þeir nú glaðst því rónarnir eru félagsverur eins og aðrir. Núna hafa þeir ástæður til að fara saman í ríkið sem aldrei fyrr og sitja eflaust á lækjartorgi um nætur og syngja um Villa Spámann.

Þannig er Villa Spámaður nefnilega góður maður. Hann ákveður sjálfur hvað er best fyrir okkur borgarbúana og ræðst á þau mein sem skipta okkur borgarbúana mestu máli. Nú þurfum við ekki að bera ábyrgð eða hugsa á gagnrýnan hátt lengur þökk sé Villa Spámanni. Ég er feginn að það er ekki hætta á að börnin mín kæmust í vínbúð um miðjan dag til að kaupa sér tvo bjóra í stykkjatali og ralla svo blindfull fram á sunnudagsmorgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Villi er örugglega ekki grænn Tuborg

Don Ellione (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 01:46

2 Smámynd: Sigurjón

Kannske vinstri-græn paprika?

Sigurjón, 25.8.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband