28.4.2011 | 13:32
Hið konunglega brúðkaup
Nú fer að líða að brúðkaupi í hinni bresku konungsfjölskyldu. Það væri reyndar nær að tala um drottningarfjölskyldu því í Bretlandi er enginn kóngur og hefur ekki verið í marga áratugi. En þetta fólk lifir á hefðum og þar sem það var kóngur árið 17ogsúrkál þá er auðvitað talað um konungsfjölskyldu.
Það er fleira sem bendir til þess að Breska "konungsfjölskyldan" hafi staðnað árið 17ogsúrkál. Í Evrópu og heiminum öllum hefur lýðræði rutt sér til rúms og nú er svo komið að flestir þjóðarleiðtogar álfunnar og reyndar víðast hvar eru lýðræðiskjörnir og fara sem slíkir með vald þjóðarinnar. Konungstignin hefur í kjölfarið verið lögð af. En ekki í Bretlandi. Þar situr fjölskyldan og eyðir meira af skattfé samborgara sinna en sú upphæð sem átti að handrukka Íslensku þjóðina.
Tilgangur þessarar fjölskyldu er í raun og veru sá að viðhalda gömlum hefðum. Hún er til vegna gamalla hefða og er ekkert annað en gömul hefð. Tilvera hennar er í raun byggð á rómantískum minningum um gamalt valdakerfi sem löngu er orðið úrelt. Í raun er tilvera konungsfjölskyldunnar jafn úrelt fyrirbæri og botnlanginn í okkur.
Nú hefur fjölskyldan ákveðið að kóróna tilgangsleysi sitt með því að bjóða öllu hinu tilgangslausa fólkinu í brúðkaupsveisluna sína. Hrokinn lekur svoleiðis af þeim að þau bjóða einungis þeim sem eru konungbornir en sniðganga fulltrúa þjóða sem gera lýðræði hátt undir höfði s.s. Finnlandi og Íslandi.
Það verður svo sem að hafa í huga að brúðguminn er barn manns sem hefur allt sitt líf haft það hlutverk að bíða eftir að verða kóngur. Tilgangsleysið kristallast líklegast enn betur í því að fótboltastjörnur og leikarar eru teknar fram yfir forsætisráðherra landsins síðustu ára. Meira að segja harðstjórar annara landa er boðið en ekki eigin forsætisráðherrar. David Beckham sem er frægur fyrir...já, fyrir hvað er hann nú frægur, honum er boðið!
Í mínum huga er þetta brúðkaup ekkert annað en uppblásin athöfn tilganslausa fólksins sem fékk það í arf að geta eytt peningum almennings í óhófi til þess eins að upphefja sjálft sig.
Athugasemdir
Gat nú verið að þú færir að dissa Beckham. Hann er að sjálfsögðu frægur fyrir að giftast posh spice eða hvað hún nú heitir.
Gulli (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.