Dauði eða blómatíð

Dellulesning og vitleysa er þetta. Annað hvort blasir við að allir fiskar í sjónum drepist á 40 árum eða fiskimiðin blómstri. Það er bara annað hvort og ekkert þar á milli. Vissulega þurfa þjóðir að huga að fiskistefnu sinni og þeirri rányrkju sem á sér stað í sjónum. Þar fer saman mengun, rányrkja glæpamanna og græðgi stjórnmálamanna sem hafa valdið því að sumir fiskistofnar hafa dáið út eða eru við það að deyja út en að halda því fram að allir fiskar í sjónum drepist er bara fásinna og vitleysa. Þorskurinn við Ísland mun ekkert drepast þó að ESB þurrki upp allann sinn þorsk...nema Ísland gangi í ESB þá er reyndar hætta á því. Fyrst og fremst þurfa menn þó að ræða þessi mál í öðru en svarthvítum upphrópunum.

Ef maður tæki mark á öllu þessu bulli verður ekkert nema eldgos, miðbærinn fer undir vatn vegna gróðurhúsaáhrifa, enginn fiskur í sjónum, ekki hægt að fljúga næstu 5 árin vegna ösku og ísöld vegna þess að sólin er ekki að gjósa (sem fer reyndar ekki saman við hitaaukningu vegna gróðurhúsaáhrifa).


mbl.is Enginn fiskur árið 2050?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband