14.5.2010 | 01:59
Þær gjósa allar
Miðað við þær fréttir og vangaveltur sem hafa verið í fjölmiðlum um væntanleg eldgos er eins gott að flytja bara strax suður fyrir miðbaug. Hekla er ólétt og Katla gýs alltaf þegar Eyjafjallajökull gýs og Óli forseti segir að Eyjó sé bara fyrir túrista miðað við Kötlu. Um daginn sá ég vangaveltur um að Bárðarbunga væri hugsanlega að fara að gjósa og þá væri sko ástæða til að vara sig. Stærsta gos ever hefði runnið þar fyrir 8.500 árum og liggur undir stórum hluta suðurlandsundirlendis. Óli, you ain't seen nothing yet. Nýleg grein gaf í skyn að við værum að sigla inn í eldgosatímabil þar sem eldfjöllinn keppast hver við aðra að spúa ösku og eymirju yfir klakann okkar. Ekki nóg með það heldur er nú verið að segja okkur að sunnlenskar eldstöðvar séu komnar í einhvers konar keppni sín á milli um hver er flottust. Ég fer nú bara að velta fyrir mér hvort Lára miðill hafi þrátt fyrir allt rétt fyrir sér sennilega verður landið umflotið hraunflóðum áður en langt um líður.
Hjarðhegðun eldstöðva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.