Færsluflokkur: Spil og leikir
20.8.2007 | 09:36
Hversu vandaðar eru greiningadeildirnar?
Ég velti því upp hversu upplýstar og vandaðar greiningadeildirnar eru. Þetta er nú afar mikilvægt grundvallaratriði í viðskiptum hvernig fyrirtæki eru í stakk búin að taka á móti áföllum. Ég keypti í einu félagi um daginn á grundvelli meðmæla einnar íslenskrar greinginardeildar. Þegar verðfallið fór af stað hafði eitt félag fallið meira en flest önnur og fulltrúar sömu greiningardeildar lýsti því yfir í sjónvarpi að það hefði ekki komið honum óvart. Nú spyr ég, af hverju er greiningardeild að mæla með kaupum á félögum en segir svo viku seinna að það hafi ekki komið þeim á óvart að það myndi lækka um tugi prósenta ef áfall kemur á markaðinn?
![]() |
Countrywide sagt geta verið á barmi gjaldþrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |