Færsluflokkur: Ferðalög

Heppnisferð

Átti erindi á Selfoss í dag en óraði ekki fyrir því hvernig það átti eftir að fara. Lagði af stað í rigningu Reykjarvíkurmegin og venjulega skrifstofulega klæddur á toyotunni minni gömlu góðu.

Síðan varð ég næstum út þar sem ég þurfti að taka bensín á Litlu Kaffistofunni því veðrið var ógeðslegt, ísköld rigningarslydda og minn maður einungis í jakkafötum. Keyrði síðan áfram og lenti í krapforarpytti í skíðaskálabrekkunni en þar missti ég skyndilega allt vald á bílnum sem skautaði yfir á öfugan vegarhelming, yfir eina stikuna, dansaði lengi á vegaröxlinni en á endanum stakkst bílinn niður og stöðvaði á kafi í snjó. Til allrar hamingju var mikill snjór í brekkunni því annars hefði ég klárlega oltið þarna niður og enn heppnari var ég að það var enginn bíll að koma á móti mér þegar bíllinn skautaði stjórnlaust á veginum.

Mér var eðlilega brugðið og rifjaði upp öll helstu umferðaróhöpp sem ég hef lent í eða orðið vitni að. Ég er alinn upp í sveitinni og oft þurft að keyra langar vegalengdir við ýmsar aðstæður s.s. í snjó, krapa og hálku og hef mikla reynslu. Ég hef þó aldrei upplifað slíkt skaut þar sem bíllinn einfaldlega flýtur upp af malbikinu og skautar eins og stjórnlaus snjóþota.

Meðan ég horfði á snjóruðningsbíla bruna hjá velti því fyrir mér hversu heppinn ég var og hvernig þetta gerðist allt saman sá ég annan bíl snarsnúast á veginum rétt ofar og sá var enn heppnari en ég. Hann stoppaði á öfugum vegarhelmingi og á eftir honum var flutningabíll. Ef hann hefði stöðvað á eigin vegarhelmingi hefði flutningabíllinn straujað bílinn.

En þar sem við búum í svo stórkostlegu samfélagi þá leið ekki á löngu þar til tveir bílar stoppuðu og mér var veitt aðstoð við að komast upp á veginn. Það tókst ekki betur til en svo að jeppinn dróst bara sjálfur ofaní brekkuna og þurftum við því orðið tveir aðstoð frá félaga jeppaeigandans úr bænum. Á endanum vorum við dregnir upp og kann ég þessum félögum miklar þakkir fyrir. Því miður kann ég ekki nöfnin þeirra annars myndi ég birta þau hér.

En lærdómurinn af ferðinni:

1. Kíkja á færðina á vegagerd.is áður en lagt er af stað yfir heiðina

2. Hafa góðan hlífðarfatnað með ef eitthvað fer úrskeiðis

3. Hafa skóflu og spotta í bílnum

4. Keyra á bíl sem er í samræmi við aðstæður

5. Keyra í samræmi við aðstæður þó svo að enginn annar geri það


Bretarnir skemmtilegir

Þá er ég kominn heim. Fór á tvo leiki, Arsenal - Newcastle og West Ham - Liverpool. Báðir leikirnir voru einstök skemmtun. Stemningin á vellinum var engu lík, að vera meðal 60þús manns að hvetja liðin áfram var meiriháttar upplifun. Það sem kom mér þó mest á óvart var hvað allt fór vel fram. Þrátt fyrir að fólkið væru heitir áhangendur var fullkomlegur kærleiki á milli fólksins og ég fann hvergi fyrir óöryggi vegna skrílsláta eða útúrdrukkina vitleysinga eins og maður finnur fyrir niður í miðbæ Reykjavíkur.

Fórum auðvitað á pöbbana eftir leikina, bæði hjá Arsenal og West Ham og þar voru allir að skemmta sér. Bretarnir voru mjög skemmtilegir og sérstaklega kurteisir. Ef maður rakst óvart í næsta mann eða einhver rakst utan í þig var umsvifalaust beðist afsökunar. Alls staðar var leyst úr vandamálum með stakri prýði og raðir á Bretlandi voru virtar...ég var farinn að halda að ég væri kominn í eitthvert undraland.

Var þó næstum búinn að láta keyra yfir mig. Var að ganga yfir götu en leit í vitlausa átt þar sem það er vinstri umferð. Ætti að fá kennslu frá fjöggura ára syni mínum til að læra reglurnar betur. En til allrar hamingju kippti bróðir minn í mig áður en ég gekk í veg fyrir urrandi svartan leigubíl.

Knattspyrnan var aukaatriði í ferðinni, stemningin var aðalupplifunin og ég held að íslendingar gætu lært margt af bretum um það hvernig á að haga sér.


London here we come

Þá er ég að fara að fljúga til London eftir nokkra tíma til að horfa á Arsenal etja kappi við Newcastle. Eins gott að skytturnar standi sig vel.

Og svo er það bara London eye, vona að ég deyji ekki úr lofthræðslu he heGrin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband