Færsluflokkur: Formúla 1
20.3.2009 | 09:44
Afturför
Hvernig getur það gerst að svona lélegar ákvarðanir eru teknar? Ég tek hjartanlega undir orð Schumacher að það er of lítið bil á milli fyrsta og annars sætis í stigagjöfinni þar lítið bil leiðir til þess að menn sækja ekki til sigurs. Ástæðan fyrir því að þessu var breytt á sínum tíma voru yfirburðir eins liðs en með þessu nýja fyrirkomulagi er verið að færa keppnina í sömu stöðu þ.s. mótið gæti klárast mjög snemma á vertíðinni og mun líklegra að úrslitum um fyrsta sætið verði hagrætt innan liða.
Ég skil þörfina á að auka keppnina um fyrsta sætið en ég tel að með þessu sé verið að gera mótin enn leiðinlegri en þau eru nú þegar orðin.
Schumacher steinhissa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 12:44
Hver er ástríða Raikkonen
Þessi ummæli og árangur hans í ár vekja upp hjá mér spurningar um hver sé ástríða kappans þessa stundina. Stærstan hluta keppninnar í ár hefur mér virst hann vera utan við sig, gert mörg mistök og ekki hafa það hungur sem þarf til að fara fram úr keppinautum sínum. Lágmark grimmdarinnar fannst mér í Ítalska kappakstrinum þar sem Hamilton sýndi hvers vegna hann er kominn með fleiri stig en Finninn þegar hann tók fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum en Raikkonen dólaði aftarlega alla keppnina og átti engin svör við grimmd McLaren ökuþórnum. Ég tel að neistinn sé ekkitil staðar hjá Raikkonen og hann þurfi á sálfræðilegri aðstoð að halda til að komast aftur á rétta braut.
Räikkönen sama hver vinnur heimsmeistaratitilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 13:00
Af hverju mætir hann ekki bara í nasistajakkanum sínum
Þið verðið að afsaka að ég blóti á blogginu og frussi á skjáinn hjá mér en mér finnst aumingjaskapurinn og hrokinn í íþróttahreyfingunni hafa náð nýjum hæðum með þessari niðurstöðu. Að leyfa forsetanum að hórast í nasistaleik finnst mér allt of langt gengið. Það er naumast að hann er góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina að dýrka hóphórur og nasistaleiki þegar það eru rétt um 60 ár síðan gjörvöll evrópa börðust á banaspjótum út af þessum ógeðum. Af hverju mætir hann ekki bara í nasistajakkanum sínum á næstu keppni til að koma hreint fram.
Ef hann ætlar sér að leika nasistaleiki getur hann gert það heima hjá sér þar sem aðrir sjá ekki og ef hann ætlar um leið að vera forseti íþróttahreyfingar þá hefði hann betur sleppt því að gera þetta fyrir framan myndavélarnar.
Þessir vesalingar hafa ekki haft kjark í sér að reka þennan viðbjóð og bleyðu heldur kjósa sér frekar nasistatimpilinn til þess að rugga ekki spillingarbátnum.
Mosley hélt velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 13:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.5.2008 | 01:14
Það stækkaði ekki aðdáendahópurinn
það er skiljanlegt að Raikkönen sé leiður enda var þetta afar sorglegt atvik þar sem hann keyrði á afar efnilegan ökuþór á vonlausum bíl sem var búinn að vinna sig upp í 4.sæti. En svona gerast slysin og þau voru mörg þessa helgi. Það eru ótal slys sem eru galnari en þetta þar sem aðstæður voru afar krefjandi og hvergi fleiri árekstrar en í þessari keppni. Coulthard hefur t.d. átt vafasama árekstra í mótum ársins og það var skrýtinn áreksturinn sem félagi Sutil í Force India olli þegar Fisichella flaug yfir Nakajima í upphafi Tyrkneska kappakstursins.
Þó að Kimi hafi ekki stækkað aðdáendahópinn í Mónakó þá er það ekki áreksturinn sem slíkur sem skóp fólki reiði og leiða heldur staða þess sem hann keyrði á.
Räikkönen leiður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.3.2008 | 09:57
Þetta er auðvitað brandarakall
Mosley í vondum málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2008 | 18:54
Góður ökumaður
Tjösluðu Kovalainen saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2007 | 16:54
Stöðugar deilur
Mosley mætti alveg fara að taka sér eitthvað annað fyrir hendur en að stjórna formúlunni. Það hafa verið stöðugar deilur undanfarin ár.
Hans helsta keppikefli er m.a. verið að bílarnir verði fjöldaframleiddir og staðlaðir í staðinn fyrir að vera í fararbroddi tækniframfara. Það myndi taka einn af konfektmolum íþróttarinnar.
Svo er alveg satt hjá Steward að það er afar einkennilegt að það eigi að vera sérstakur eftirlitsmaður að fylgjast með Mclaren liðinu. Hvað með Fisichella meðan Alonso var þar eða þeir sem voru í liði með Schumacher. Ætti ekki bara að vera einn eftirlitsmaður sem sér um að taktík liðanna sé alltaf eins. Báðir ökumenn með jafn mikið bensíns, með jafn góða bíla o.s.frv. Hvað ef menn eru ekki sammála hvaða herfræði er best?
Þessar stöðugu deilur sem Mosley hefur verið í við liðin undanfarin ár hefur ekki aukið vinsældir hennar og það væri draumur ef það næðist meiri friður um þessa íþrótt þannig að maður geti farið að njóta hennar meira sem íþróttar en ekki stanslaust verið að lesa um deilumál.
Jackie Stewart hvetur Mosley til afsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |