4,8 milljónir í mánaðarlaun

Mig vantar varahlut í bílinn minn. Í staðinn fyrir að fara á augljósa staðinn af því að ég er latur að eðlisfari ákvað ég að vera duglegur og tékka á verðinu á fleiri stöðum. Ég var 5 mínútur í símanum og fékk sama hlutinn 1.500kr ódýrara en ég hefði fengið hann án þess að fara í símann (fyrir utan styttri akstur með tilheyrandi bensín og tímasparnaði). 1.500kr á 5 mínútum jafngildir 18.000kr á klst eftir skatt eða ca 3.060.000kr eftir skatt á mánuði m.s. 170 tíma vinnuviku. Það jafngildir ca 4,8milljónum á mánuði fyrir skatt.

Gott tímakaup það


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

akkúrat einmitt! Uuu ekki slæmt tímakaup samt kauði!

Anna Sigga, 29.7.2008 kl. 19:23

2 identicon

En hvað hefðiru tapað miklu ef þú hefði ekki fundið hlutinn 1500 kr ódýrari?

Gisli (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 22:17

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þá hefði ég verið í sjálfboðavinnu í 5 mínútur

Steinn Hafliðason, 1.8.2008 kl. 10:27

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Góður en þeir eru nú með 43 milljónir þarna hjá KB banka. Hvað finnst þér um það ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.8.2008 kl. 20:27

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það væru margir til í að vera á þeim launum. Ég læt mér þó nægja að vera á 4,8 milljónum á tímann í 5 mínútur í bili.

Steinn Hafliðason, 5.8.2008 kl. 08:22

6 Smámynd: Sigurjón

Ég sem var svo ánægður að fá milljón útborgað þennan mánuðinn...

Hafðu það gott Steinn minn og vonandi færðu þessi laun bráðlega...

Sigurjón, 6.8.2008 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband