Vinsæl frétt

Mest lesna fréttin á visir.is í morgun var með fyrirsögninni "Friðrik söng á hlýrabol í London". Hvað ætli hafi valdið því að þetta var svona vinsæl frétt?

1. Að þetta hafi verið Friðrik að syngja? Ætli allar fréttir af Friðriki að syngja séu svona vinsælar?

2. Að Friðrik hafi verið að syngja í London. Eru allar fréttir af íslendingum að syngja í stórborgum svona vinsælar eða er það bara þegar Friðrik syngur í stórborgum?

3. Eru vinsældirnar vegna þess að Friðrik söng á hlýrabol? Hvað er merkilegt við að einhver syngi á hlýrabol?

Allavega, ég er ekki búinn að lesa fréttina og er sennilega að missa af miklu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband