Heimilistækin

Mikið er gott að hafa vinnufólk út um allt hús. Vinnufólk sem þvær þvott, vaskar upp og þurrkar. Það er dásamlegt að heyra hljóðin í heimilistækjunum vinna meðan maður getur bara hallað sér aftur og horftu upp í loftið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Já segðu!

Vantar bara græju sem þurrkar ryk af hillum og skúrar gólf á meðan maður hallar sér aftur eða hangir á netinu.  

Björg K. Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Minnir að ég hafi séð sjálfvirka ryksugu auglýsta hjá MAX rafttækjum um daginn. Fínt að blogga um leið og maður ryksugar

Steinn Hafliðason, 17.2.2008 kl. 18:45

3 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Eins gott að tengdmóðir þín sjái ekki þessa færslu

Guðjón Guðvarðarson, 17.2.2008 kl. 20:52

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Áður en einhverjir fara að halda að ég líti á það sem vinnufólk þá er ég auðvitað að tala um heimilistækin, þvottavélina, þurrkarann og uppþvottavélina.

Auk þess er vinnufólk ekkert verra fólk en annað fólk. Það eru allir jafn nauðsynlegir í keðjunni. Ég gæti ekki verið án póstmannsins, bankamannsins, ruslakallsins, vinnuveitandans, barnapíunnar, leikskólakennarans.

Að lokum gæti ég ekki verið án tengdó sem hjálpar oft og iðulega þegar það þarf að nota verkfær eða hugvit eða á ögurstundum þegar barnið þarf á pössun að halda.

Svona helst þetta allt saman í hendur samfélagið sem maður lifir í, allir eru háðir öllum.

Steinn Hafliðason, 17.2.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Þessi líka fínu viðbrögð  Og takk fyrir hlýleg orð

Guðjón Guðvarðarson, 17.2.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband