Einfalt er gott

Mig minnir að það hafi verið Isaac Newton sem sagði eitthvað á þá leið: "ef þú einbeitir þér að því að leysa sama vandamálið nógu lengi þá finnur þú á því lausn."

Þetta eru orð að sönnu. Ég er einn af þeim sem verð stundum heltekinn af því að leysa tæknileg vandamál og hugsa um það dag og nótt. Hef jafnvel verið andvaka, misst algjörlega af því heilu tímana í skólanum hvað kennarinn var að segja og jafnvel labbað á hurðir við að hugsa um lausnir. En á endanum fær maður líka oft frábærar hugmyndir sem spara manni marga daga í vinnu.

Ég fékk verkefni í vinnunni í síðustu viku sem ég reiknaði með að taka meira en viku að vinna. Vandamálið var að ég þarf að klára það fyrir þriðjudaginn vegna misskilnings og óhagstæðra aðstæðna. Eftir að hafa velt þessu fyrir mér á ýmsan máta vaknaði ég í morgun með lausnina í hausnum. Í staðinn fyrir að gera viku excel æfingu get ég leyst verkefnið á örfáum klukkutímum og það sem meira er að lausnin er betri en hin sem hefði tekið mig viku að vinna.

Ef þú hugsar nógu lengi hvernig þú getur leyst vandamálið þá finnur þú lausnina á endanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Duglegur...

ég kannast við að hugsanir haldi fyrir manni vöku, trufli einbeitinuguna og þar fram eftir götunum en sjaldnast eru þær að trufla mig þegar ég er að horfa á sjónvarpið eða hef ekkert að gera.... skondið

Anna Sigga, 2.12.2007 kl. 12:14

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þú ert þrjóskari en andskotinn Steinn...

Sigurjón, 4.12.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það eru fleiri frændi he he

Steinn Hafliðason, 5.12.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gallinn er bara sá að engin í dag, (sér í lagi í desember) gerir ekkert til að velta hlutunum fyrir sér. Það er einfaldlega djöflast áfram í næsta verkefni og það fyrra látið vera hálfklárað, því viðkomandi gæti "fræðilega" verið að "missa" af stórgróða.

Eiríkur Harðarson, 6.12.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband