Er slæmt fyrir trúaðan að deyja í stríði?

Ég geri ráð fyrir því að rabbíninn Yosef sé vel að sér í ritningunni. En þá ætti hann líka að vita að það er ekki slæmt fyrir trúaðan að deyja í stríði fyrir land sitt. Það er eins með Gyðingatrú og flest önnur trúarbrögð að þeir eiga sér framhaldslíf eftir dauðann ef trúræknir eru og það ekki verra en hér á jörðinni.

Þetta hlýtur því að vera áróður rabbínans þar sem hann gerir lítið úr hermönnum Ísraels og þeim sem hafa dáið fyrir landið. Hann gerir út á hina veraldlegu girnd mannfólksins og hræðsluna við dauðann. Ef hann væri samkvæmur sjálfum sér myndi hann fegra dauða hermannanna með því að viðra það sem píslardauða fyrir trúna. Hann ætti því frekar að taka íslamistana sér til fyrirmyndar þar sem þeir eru jú sérfræðingar í að heiðra fallna hermenn sína og fegra dauða þeirra.


mbl.is Ráðherra styður rabbína sem segir trúaða hermenn ekki falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Jamm, þetta er góð pæling hjá þér Steinn.  Stríð og trú eru að mínu mati meinsemdir mannkynsins og sérstaklega þegar þær fara saman.

Sigurjón, 27.8.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já það er merkilegt hvað mörg stríð hafa og eru háð í nafni trúar. Það er nú meira að segja svo að kristnir (sem er mjög friðsamleg trú) hafa tíðum barist innbyrðis í nafni trúar sinnar þó sömu trúar séu.

Steinn Hafliðason, 27.8.2007 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband