Færsluflokkur: Sjónvarp

Næstum því 16.sæti

Ætla ekki að blogga um eurovision en vildi bara kvitta að ég horfði á okkar fólk og þegar Danmörk gaf okkur 12 stig. Það nægði mérWink


Hlutverk fjölmiðla

Ég ætla að linka á þessa frábæru umfjöllun um fjölmiðla og raunveruleikann. http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/gatid-a-tjaldinu/

Ég ritskoða ekki auglýsingar

Ef við viljum horfa á sjónvarpið fáum við engu um það ráðið hvað kemur í auglýsingatímum. Ég óskaði t.d. ekki eftir salernisauglýsingum á kvöldmatartíma. Ég óskaði heldur ekki stórslysaauglýsingu meðan barnið mitt var að horfa á sjónvarpið og ég óskaði ekki eftir skyndibitaauglýsingum yfir barnatímanum. Samt koma þessar auglýsingar hvort sem mér líkar betur eða verr.

Það er ekki eins og maður hafi eitthvað val. Ég er píndur til að borga RÚV ef ég ætla að horfa á sjónvarp yfir höfuð og ég hef ekkert val um auglýsingar. Því miður get ég ekki ritskoðað þær, þær koma bara. Þetta er því val um að sleppa sjónvarpinu eða horfa á allan pakkann.

fat-boys

Það vill svo til að offita er orðið eitt af heilbrigðisvandamálum hins vestræna heims og herjar þessi sjúkdómur á íslendinga sem aðra. Varnarlaus börn sem geta ekki dæmt um hvað er hollt og hvað er ekki hollt fæði ættu því ekki að þurfa að velja um að horfa á sjónvarp og skyndibitaauglýsingar eða að sleppa því að horfa á sjónvarp yfir höfuð.


mbl.is Beitir sér ekki fyrir auglýsingabanni í tengslum við barnatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband