Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ekki beint það sem við gerum um páskana er það?

Í fyrsta lagi eru páskaegg sjaldnast úr dökku súkkulaði og því er þetta varla viðeigandi fyrirsögn í tengslum við páskaeggjaneyslu. Í öðru lagi borða íslendingar margfalt það magn af sykri og sætindum sem æskilegt getur talist og í þriðja lagi hef ég fá séð sem borða einn lítinn bita á dag af páskaegginu sínu. Miklu algengara er að sjá krakka útataða í framan af páskaeggjaáti líkt og þau væru nýdottin á andlitið í drullupoll og svo ráða foreldrar ekki við krakkana vegna sykurofvirkni enda ekki óalgengt að krakkar borði 2-3 páskaegg yfir hátíðina oft stærstan hluta á sama deginum. Að lokum fá svo krakkagreyin illt í magann af öllu saman.


mbl.is Páskaegg góð fyrir heilsuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sykur

Ef þú drekkur kók eða annað sykrað gos skaltu gera smá tilraun. Prófaðu að mæla 200gr af sykri í bolla eða glas. Síðan skaltu borða þennan sykur og athuga hvað þér finnst. Þetta er sambærilegt magn sykurs og þú færð úr 2L Coca Cola.

Njótið


Góð kaka

Fór út í búð áðan og keypti mér daim tertu (ekki láta samviskuna mína vita). Kakan var svo girnileg að starfsmaðurinn hafði sérstaklega orð á því og byrjaði nánast að slefa meðan hún afgreiddi mig. Á leiðinni út fann ég hvernig hún mændi á mig ganga út með þessa góðu köku eins og hún ætlaði bara að hlaupa á eftir mér og hrifsa hana af mér. Kannski ekki en næstum því. Ég er allavega að slefa þessari köku ofaní mig núnaWizard.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband