Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eigi skal höggva

Það gleður eflaust Árna Matt að losna við kastljósið enda ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Framsóknarmenn hafa tekið við keflinu en ég bara spyr, er það ekki hagsmunamál stjórnmálaflokks að frambjóðendur þeirra séu vel klæddir? Ég bara spyr, hvað er athugavert að flokkurinn hjálpi frambjóðendum sínum að klæða sig vel í harðri kosningarbaráttu?

Auðvitað er stóra hnífamálið miklu skemmtilegra enda eru Bingi og Guðjón Ólafur miklir listamenn. Að geta kastað heilu settunum í bakið á hinum og skotskífan brosir út að eyrum er merkilegt afrek. Það eru heldur ekki algengt að menn séu að henda hnífum í íslenskum stjórnmálum, það myndast nefnilega þessi skemmtileg þagnarmúr þegar eitthvað ljótt kemur í ljós. Ingibjörg segir þetta og hitt og Össur aðlagar sig eins og urriðinn að breyttum aðstæðum þegar hann er kominn stjórn.

Stormur í vatnsglasi en af því að þetta er Framsóknarflokkurinn hamast fjölmiðlamenn eins og hrægammar á hræi. Það liggur við að stóra hnífamálið sé stærra en litli dómaraskandallinn.

Árni Matt er sigurvegarinn enda getur hann eflaust dreift spjótunum sem stóðu að honum meðal framsóknarmanna og fengið þannig dágóðan frið næstu vikur og mánuði.


mbl.is Ómakleg framganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega heppilegt

Ótrúlega heppilegt fyrir Bush og hans menn að gögnunum hafi bara verið eytt. Alveg eins og mörg önnur gögn um Bush og félaga hafa af einhverjum einkennilegum ástæðum horfið eða þeim verið stolið án þess að þjófurinn hafi gert þau opinber.


mbl.is Tölvugögnum Hvíta hússins líklega eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósmekklegt

Hlustaði á FM957 í gærmorgun. Þar kom upp umræða um bruna og nauðsyn þess að hafa reykskynjara í húsakynnum sínum og vísað í bruna undanfarna daga. Þessi umræða gekkst út á fíflagang, fliss og hlátur.

Mér er nokkuð sama ef fólk vill fíflast í útvarpi. En þessi umræða um mjög alvarlegt mál þar sem maður lét lífið er ekki til þess fallinn að gera að því grín og flissa og hlæja eins og smákrakkar í útvarpi.

Afar ósmekklegt hjá FM957 að mínu mati og þeim sem hlut áttu að máli til skammar.


Ekki sá eini

Slökkviliðið er ekki eini aðilinn sem hefur áhyggjur af agaleysi í þjóðfélaginu. Eitt af því mikilvægasta sem skapar aga hjá fólki er hæfileikinn til að setja í samhengi orsakir og afleiðingar. Það sem er að gerast í menningu okkar er að unga fólkið elst upp við afskræmdan veruleika og samfélagið í heild við alls konar afskræmd skilaboð ætla ég að nefna þrjú atriði í þeim efnum.

Í fyrsta lagi eru lífstílsauglýsingar stöðugt að segja okkur hvernig við eigum að haga okkur. Þar er ýtt undir hégómagirndina hjá fólki. Þeir sem eru flottir keyra um á svona bíl eða ganga í svona fötum eða eiga þetta eða hitt. Sífellt er verið að sýna okkur photosjoppað fólk lýtur út, á eitthvað eða gerir eitthvað sem kitlar hégómagirndina í okkur. Það er samt óraunverulegt að eignast allt sem við fáum skilaboð um að sé lágmarkseign til að vera góður og gildur þegn í þjóðfélaginu.

Í öðru lagi alast krakkar í dag stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum. Uppeldi sem krakkar og unglingar fá frá foreldrum sínum þar sem þeim er kennt á lífið er á undanhaldi þar sem börnin eru minna með foreldrum sínum og þegar þau eru heima eru þau oft á netinu, að horfa á sjónvarpinu eða að spila tölvuleiki. Kennsla og reynsla foreldranna um orsok og afleiðingar og hvernig lífið gengur fyrir sig yfir höfuð miðlast því miklu síður til barna og unglina.

Í þriðja lagi tölvuleikirnir. Krakkar og unglingar eru að spila tölvuleiki sem eru úr takti við allan raunveruleika. Ofbeldi, íkveikjur, nauðganir og fleira og fleira er sjálfsagt mál og ef þú drepst byrjarðu bara nánast á sama stað aftur án þess að neitt sé athugavert. Því fleiri drepnir eru eða því meiri eyðilegging þýðir bara hærri verðlaun fyrir þann sem spilar. Sumir segja að þeir viti alveg muninn á raunveruleikanum og tölvuleik en ég spyr bara hvort það séu allir þannig. Munurinn á raunveruleikanum og sýndarveruleikanum er sífellt að minnka og skynjunin á muninum virðist sömuleiðis vera að minnka.

Það er mér því áhyggjuefni en það kemur mér samt ekki á óvart að agaleysið í þjóðfélaginu sé að aukast.


mbl.is Áhyggjur af agaleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru konurnar?

Fór í tíma í morgun upp í háskóla sem ber yfirskriftina "nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana" sem er hið besta mál. Það sem vakti helst athygli mína er að það er enginn kvenmaður í þessu námskeiði. Ekki einn kvenmaður mætti í morgun.

Eftir alla þessa umræðu undanfarið um að konur eigi rétt á þessu og hinu og að konur eigi að standa jafnfætis öðrum átti ég von á að þarna væri einmitt tækifæri til að nýta. Þetta minnir mig svolítið á það þegar vinkona mín ætlaði á námskeið hjá VR í að semja um launin sín. Námskeiðið var fellt niður vegna ónógrar þátttöku. Á svipuðum tíma þrömmuðu þúsundir kvenna niður í bæ og kröfðust jafnréttis í launum. Það hafa verið haldin námskeið sem heita að ég held "kraftur í auði kvenna" og fleiri í þeim dúr. Geta konur ekki tekið þátt nema hlutirnir séu sérsniðnir handa þeim. Verður samfélagið þannig að konur og karlar lifa í aðskildum heimi í framtíðinni?

Það er ekki hægt að segja að þátttaka kvenna í gerð viðskiptaáætlana sé dómur yfir þeim en það vekur óneitanlega upp spurningar að á meðan háværar raddir um að konur sitji í stjórnum fyrirtækja þá ætli þær körlunum um að taka áhættuna á að stofna til þeirra.

Sú staðreynd að hver er sinnar gæfusmiður fæst seint samþykkt af fjöldanum en það er samþykkt af þeim sem stofna til eigin fyrirtækja og voru með mér í morgun. Ég vona að mætingin hafi verið óvenju dræm þar sem þetta var fyrsti tími vetrarins og einhverjar konur eigi eftir að láta sjá sig því það myndi gera samfélaginu gott að fleiri konur myndu stofna fyrirtæki á Íslandi.


Ekki gott að setja sér markmið

þessi ráðgjafi ætti ekki að setja sér markmið. Það vita allir sem hafa sett sér markmið að það er til lítils enda verði þeir sem setja sér markmið dæmdir til þess að ná minni árangri en aðrir. Við skulum frekar ekki gera neitt og ekki reyna að gera líf okkar betra á komandi ári. Best væri ef flestir myndu bara taka því rólega og sitja fyrir framan sjónvarpið þegar heim er komið úr vinnunni svo þeir þurfi ekki að leggja of mikið á sig í annars afar slæmu þjóðfélagi.

Ég ætla ekki að setja mér markmið fyrir árið 2008 um eftirfarandi atriði:

  • að klára námið mitt í maí 2008
  • að fá hærri laun
  • að vera meira með fjölskyldunni
  • að ná aftur "réttri" þyngd fyrir maímánuð (þyngdin verður ekki uppgefið hér)Wink
  • að borga niður skuldir

Augljóslega eru markmið sem þessi til þess fallin að mér líði verr á árinu 2008 en árið 2007 þannig að ég ætla að forðast að hugsa um þessa hluti.


mbl.is Áramóraheitin ekkert sniðug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttlæti er þetta...

...hjá henni Jóhönnu. Ekki kemur það nú vel út hjá henni að borga konum lægri laun en körlum. Jóhanna sem er þó góður þingmaður að öllu jöfnu vill öllum jafnt og myndi aldrei mismuna fólki og þetta hljóta að vera klaufaleg mistök hjá henniPinch

 johannaÞað hefur reyndar alltaf farið ofsalega illa í mig að jafnréttisráð er skipað að miklum meirihluta konum. Það er mjög slæmt fyrir jafnréttisbaráttuna því það er ekki hægt að taka jafnréttisráðherra alvarlega meðan svo er um hlutina bundið því að er ákveðið ósamræmi í orðum og gjörðum ráðherra með slíkum aðferðumBandit

Ég rakst á mynd af Becham í dag á visir.is þar sem hann var að auglýsa armani. Ég velti því fyrir mér hvort feministar sjái eitthvað varhugavert við hana. Allavega, ég rakst á þessa fínu hjúkkumynd sem ærði óstöðugan nýlega á sama fréttavef og var búið að taka upp á síðu feminista. Á hvora myndina ætli þeim lýtist betur áHalo

bildehjukkan


Hvar finnur maður alvöru jafnréttisumræðu?

Undanfarnar vikur hafa umræður um feminista tröllriðið íslensku samfélagi. Því miður eru það ekki umræður um jafnrétti heldur kynleysi, sandkassaslagsmál og svívirðingar frá feministum og þeirra sem finnst þeim ógnað af feministum.

Feministar telja sig vera höfuðtalsmenn jafnréttis og sýnist sitt hverjum. Orðið eitt og sér ber þó ekki með sér jafnréttislegan blæ. Feministi er eitthvað sem er kvenkyns eitthvað. Alveg eins og stórmál Steinunnar Valdísar um að ráðherra væri eitthvað karlkyns. Ég get tekið undir bæði sjónarmið.

Það segir meðal annars á heimasíðu feministafélagsins að stefna þess sé að "bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði, útrýma kynbundnum launamun og auka hlut kvenna í stjórnun auðlinda og fjármagns. Að styrkja þátttöku kvenna í opinberu lífi, fjölmiðlum og stjórnmálum." Þar eru fleiri mál reifuð og sum mjög góð. Mér þykir þessi þó bera með sér frekar kvenlega baráttu enda eru mál kvenna iðulega í umræðunni.

Ég ræddi nýlega við 16 ára stúlku um launin hennar og við fórum að tala um laun kvenna og karla. Hún hafði lært í félagsfræði að laun kvenna væru x mörg prósent lægri en karla eins og um óbrjótanlegt lögmál væri að ræða. Ég messaði yfir henni að hver sem er gæti fengið hvaða laun sem er óháð kyni. Það væri miklu frekar sjálfstraust fólk sem hefði meiri áhrif á laun fólks. Ég velti því fyrir mér í framhaldinu hvort launaumræðan viðhéldi launamismuninum. Launamunurinn er orðinn svo "venjulegur" í þjóðfélaginu að fólk er hætt að taka eftir því.

Á meðan þessi stúlka eins og svo margar aðrar töldu að hún gæti ekki fengið hærri laun þá voru helstu málefni feminista að neita að koma fram í einum vinsælasta umræðuþætti landsins, fárast út í afþreyingarhorn í Hagkaup og mótmæla fatalitum á nýfæddum börnum.

Mátti skilja að það væri búið að ráða örlögum barnanna aðeins nokkrum klukkustundum eftir fæðingu þeirra og sökudólgurinn væri sjálfur heilbrigðisráðherra. Það vill svo til að feministar gera mikið úr bleika litnum og kvenréttindaliturinn er bleikur. Ég veit ekki hvort heilbrigðisráðherra er bleikur feministi en hann vildi ekki viðurkenna að hann væri uppspretta launamuns kynjanna.

Ég tel landsmenn almennt vera á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að ríkja og af og til heyri ég uppbyggjandi umræður um þetta málefni. EN...það er þreytandi og niðurlægjandi fyrir konur að heyra stöðugt að þær þurfi sérstaka prinsessumeðferð til að standa jafnfætis karlmönnum í þjóðfélaginu en það eru stöðug skilaboð sem koma ekki síst frá feministum. Drullukast út í Silfur Egils hefur stórskaðað málstað jafnréttis og umræðan um fatnað smábarna gert málstaðinn að aðhlátursefni.

Sjálfur félagsmálaráðherra sem er með frambærilegustu stjórnmálakonum landsins setur þó tóninn því ekki hafði hún það í sér að jafna rétt kynjanna í jafnréttisráði. Það er í anda feministahreyfingarinnar að tala í jafnréttisfrösum en ráða svo fleiri konur þegar þær fá völdin eins og þetta dæmi sannar.

Ég auglýsi eftir ábyrgri jafnréttisbaráttu sem er laus við fordóma og byggir á staðreyndum og áhuga á jafnvægi í þjóðfélaginu í heild sinni. Ég hvet fólk, konur, karla og feminista til að hætt að kasta bleikum drullukökum í heilbrigðisráðherra og Egil Helgason eða einhverja ómerkilega hluti og fara að einbeita sér að jafnrétti svo dætur og synir, bræður og systur, mæður og feður standi jafnfætis í þjóðfélagi okkar allra.


Eitt þýðingarmesta landið fyrir friði

Pakistan er land fjalla og fegurðar. Það er líka land kjarnorkuvopna og á landamæri að hinu umdeilda svæði Kashmir héraði. Þaðan virðast vera komnir margir af öfgamönnum og stjórnmálaástandið þar hefur verið afar eldfimt undanfarin ár og ekki auðvelt um vik að berjast gegn trúarofstæki. Nú er trúarofstæki ein af stærstu ógnum friðar hverrar trúar sem ofstækið er kennt við.

Hluti af því trúarofstæki sem á sér stað í þessu landi er hin mikla togstreita sem hefur verið um Kashmir hérað og hin stirðu samskipti við Indland. Deilur færa skoðanir fólks yfirleitt nær öfgum. Nú hefur hið mikla "hryðjuverkastríð" kynt undir kötlum þessara öfgahyggju víða um veröldina og hafa miðausturlönd og vesturlönd logað í áróðri og öfgum í báðar áttir.

Stundum velti ég því fyrir mér að stjórnmálamenn á vesturlöndum geri sér ekki grein fyrir því hversu mikilvægt land Pakistan er í baráttunni gegn hryðjuverkastríðinu þar sem hugmyndafræði öfganna grasserar. Því til staðfestingar virðast forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera gys að stjórnvöldum þar í landi opinberlega með yfirlýsingum um innrásir og getuleysi í stríði. Pakistan þarf síst á að halda óstöðugleika á stjórnmálaástandi sínu, það á bara eftir að greiða leið þeirra sem vilja koma á meiri öfgum í stjórnmálum landsins.

Það veldur mér áhyggjum að þarlendir stjórnmálamenn hafi ekki ríkari ábyrgðartilfinningu og skilning á hinu flóknu stöðu í einni af stærri ógnum vesturlanda. Það er ekki einkamál Bandaríkjanna hvernig komið er fram við ríki eins og Pakistan því Ísland (og fleiri) eru líka hluti af hinum vestræna heimi. Ekki gerir það stöðu okkar sem viljum ferðast til annara landa s.s. austulanda betri að hinir "alvitru samherjar" okkar, bandaríkjamenn séu að auðvelda öfgamönnum að réttlæta gjörðir sínar.


mbl.is Musharraf lætur ekki Bhutto setja sér úrslitakosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villi Spámaður

Villi Borgarstjóri er skemmtilegur maður. Hann fer sínar eigin leiðir og þær eru ekki allar fyrirséðar. Hann er maður framkvæmda. Núna hefur kallinn tekið það upp að það á að laga vímuefnaneyslu niður í bæ um helgar í eitt skipti fyrir öll.

Í þeim tilgangi á auðvitað að ráðast á rót vandans, að loka ríkinu í austurstræti. Það gæti þó tekið nokkurn tíma en til að taka á versta vandamálinu strax lokar hann á sölu bjórs í stykkjatali enda er slík sala svartur blettur á þjóðfélaginu. Þvert á skoðanir þingmanna gerir Villi sér nefnilega grein fyrir því að verðlag og aðgengi hefur veruleg áhrif á áfengisneyslu almennings. Því er mikilvægt að fólk kaupi lágmarksmagn í einu til þess að stemma stigu við tækifærisdrykkju um miðjan dag.

Ekki er þó nógu langt gengið og hugsar hann því eins og múslimarnir og vill banna alla áfengissölu í Austurstræti. Enda er Villi Spámaður hófsmaður að öllu leyti. Í gegnum tárin (ég meinti árin) hefur hann ávallt verið öðrum fyrirmynd á þingum sveitarfélaga landsins og meira að segja gerst svo kurteis að bregða sér frá þegar hann getur ekki gefið sig nægilega vel að innihaldi þeirra eða þegar hann hefur haft öðrum hnöppum að hneppa.

Einhver gæti sagt að með því að loka á stykkjasölu bjórs sé borgin að losna við rónana. Svo ég talið nú ekki um að losna við ferðamanninn úr miðbænum en þeir ku víst flestir þamba meiri bjór en meðal íslendingur og því mikilvægt að stemma stigu við þeirra ósiði. Ég held þó að rónarnir séu lítið að kaupa sér bjór. Ef þeir vilja það hins vegar geta þeir nú glaðst því rónarnir eru félagsverur eins og aðrir. Núna hafa þeir ástæður til að fara saman í ríkið sem aldrei fyrr og sitja eflaust á lækjartorgi um nætur og syngja um Villa Spámann.

Þannig er Villa Spámaður nefnilega góður maður. Hann ákveður sjálfur hvað er best fyrir okkur borgarbúana og ræðst á þau mein sem skipta okkur borgarbúana mestu máli. Nú þurfum við ekki að bera ábyrgð eða hugsa á gagnrýnan hátt lengur þökk sé Villa Spámanni. Ég er feginn að það er ekki hætta á að börnin mín kæmust í vínbúð um miðjan dag til að kaupa sér tvo bjóra í stykkjatali og ralla svo blindfull fram á sunnudagsmorgun.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband