Viltu vera feitur?

Ég þurfti að taka vinnuna með mér heim í dag. Svo sem ekki frásögu færandi nema ég ákvað í tilefnið þess að ég væri að vinna og konan að heiman að panta mér pizzu til að spara mér tíma og láta undan græðginni í mér.

Síðan sátum ég og sonur minn við matarborðið, hann borðaði jógúrt af því að honum finnst pizzan mín vond og ég borða hverja sneiðina af annari. En þegar ég byrja á þriðju sneiðinni finnst syni mínum ég vera farinn að verða helst til gráðugur. Pabbi, viltu vera feitur?

Ekki aðeins eyðilagði hann lystina hjá mér heldur hvarf ánægjan yfir þessari dásamlega óhollu matseld minni og ég sit hérna núna og velti því fyrir mér hvernig mér tókst að eyða 2.000kr til þess eins að fá samviskubit og henda stærstum hluta peningsins beint í ruslið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Ég mundi nú hafa meiri áhyggjur af barninu!

Himmalingur, 25.8.2008 kl. 21:23

2 identicon

ég vil ekki verða feit,    er komin í 434 kg núna....

Brúnkolla (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 01:41

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

 þú ert óborganleg

Steinn Hafliðason, 4.9.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband